Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 100
350
KIRKJURITIÐ
Hinn nýi erkibiskup nýtur mikilla vinsælda, vegna trú-
aralvöru sinnar og aðlaðandi framkomu. Hann er einnig
mikll lærdómsmaður og áhugasamur þátttakandi í kirkju-
legri alþjóðasamvinnu. Hann var formaður sendinefndar
Finna á alþjóðakirkjuþinginu í Amsterdam 1948 og er
meðlimur í miðstjórn alkirkjuráðsins.
Ekki er að efa, að mikið starf og mörg vandasöm verk-
efni bíða hins nýja erkibiskups.
Myndin er af biskupsvígslunni í dómkirkjunni í Ábo, og
biskupum þeim, er aðstoðuðu við vígsluna. Dr. Ilmari Sal-
moies erkibiskup er á miðri myndinni.
Ó. J. Þ.
SÉRA MAGNÚS BL. JÚNSSDN
fyrrum prestur að Vallanesi, átti
níræðisafmæli 5. nóvember síðastl.
Hann þjónaði mestallan prestsskap
sinn Vallanesi og bjó þar miklu
myndarbúi í þriðjung aldar. Hann
er gáfumaður og athafnamaður
miklu skipta öll framfaramál á
á Austurlandi, enda lét hann sig
miklu skipta öll framfaramál á
Fljótsdalshéraði. Var hann braut-
ryðjandi sumra þeirra við mikinn
stórhug. Þeim, sem komu að Valla-
nesi, gleymist ekki heimsóknin
þangað, svo mikill höfðingi var
hann heim að sækja, og einkenndu
rausn og hvers konar myndarbragur heimili hans.
Kirkjuritið óskar honum góðs kvölds og allrar blessunar.