Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 28
278
KIRKJURITIÐ
úr hjörð sinni, og vitringana, sem færðu því gjafir, gull, reyk-
elsi og myrru.
Ithar horfði hugfanginn á þetta og sagði eins og við sjálfan
sig: „Æ, ég hefi ekkert, til þess að gefa.“ En þá var eins og
hann heyrði hvíslað mildri röddu: „Ithar, gefðu mér hjarta
þitt.“
„Hvernig get ég gefið þér hjarta mitt, herra,“ spurði Ithar.
„Þegar hjarta þitt er fullt góðvildar, þá veiztu, að þú hefir
gefið mér það,“ svaraði röddin.
Ithar stóð nú upp og hélt leiðar sinnar. En ekki hafði hann
lengi gengið, þegar hann sá lítinn dreng, sem var að gráta,
af því að hann rataði ekki heim til sín.
„Segðu mér, hvar þú átt heima, svo að ég geti fylgt þér
þangað,“ sagði Ithar. En litli snáðinn varð hálfhræddur, þeg-
ar hann sá framan í hrukkótta andlitið, sem beygði sig niður
að honum, en röddin var svo mild og þýð, að drengurinn rétti
honum höndina, og brátt tók Ithar hann í fang sér og bar hann
heim.
„Guð blessi þig fyrir þetta,“ sagði móðir drengsins, þegar
Ithar kom með hann heim til hennar.
Þegar hann hafði kvatt konuna, gekk hann upp brattann stíg
þar í þorpinu, og sá þar gamla konu með stórt viðarknippi
á bakinu.
„Láttu mig bera þetta fyrir þig,“ sagði Ithar. Gömlu konunni
varð í fyrstu dálítið bylt við, en þegar hún sá, hve augnaráð
Ithars var góðlegt, þá fékk hún honum viðarknippið og hann
bar það alla leið heim til hennar. Og að skilnaði sagði hún við
hann einkar hlýlega: „Ég óska þess, að gleði og friður fylli
sál þína á þessu heilaga kvöldi.“
Á jóladag var litla kirkjan í þorpinu full af fólki. Ungir og
gamlir komu með gjafir sínar og hrífandi jólasöngvar hljóm-
uðu í kirkjunni.
í kirkjunni var lítill drengur, sem kinkaði kolli til Ithars, og
gömul kona, er brosti vingjamlega til hans frá einum hliðar-
glugganna.
Ithar var einnig glaður, því að hann hafði einnig komið með
sína gjöf, — hann hafði gefið Jesú hjarta sitt.
Nú ljúkum við jólavökunni með því að syngja sálminn: