Kirkjuritið - 01.12.1951, Qupperneq 18
268
KIRKJURITIÐ
Nú er að verða sólarlaust hér í dalnum. Bjarmi á fjallatind-
um og Hildarhaug, landnámskonunnar — eða öllu heldur þjóð-
sögukonunnar, sem liggur þar á gulli sínu. En í þessum f jalla-
bjarma og á geislandi björtum fjörðunum, eru samt nokkrir
ungir menn — og jafnvel eldri — á ferð. Sumir að fást við
seli, aðrir að hlaupa í kapp við tófur, og enn aðrir svipast eftir
búpeningi, líkt og Sál áður en hann varð konungur, að ösnum
Kís, föður síns. Þetta fólk syngur: Frjálst er í fjalla sal ...
heilnæmt er heiðloftið tæra, — eins og „hið lifandi orð“, sem
Páll talar um. Þetta fólk hefir reyndar ekki mikið að lifa á —
aðalfæðan „vindur og snjór“. En það mallar þetta einhvem
veginn þannig, að lífið verður því vitnisburður um gæzku Guðs
og náð, sem heillar kjamgresi og blómskrúð jarðar upp úr
hinum eilífu fjöllum, lætur trúaðar mæður signa bömin í sól-
arljósinu frammi fyrir augliti skapara síns, og fagnar því að
eiga heilaga trú á sigur lífsins, jafnvel hér, norður við hin
yztu höf.
Ég er svo til nýkominn norðan úr Aðalvík, frá jarðarför
embættisbróður míns og vinar, séra Runólfs Magnúsar Jóns-
sonar. Um hann var þetta kveðið, eins og til orða er tekið í
fornsögum vomm:
Brött var heiðin, helköld hríðin,
hrannir oft á stafni brutu.
Hjartið þreytt, og héluð skíðin,
í hamraklungrum ógnir þutu.
Milli bæja oft lang-sótt leiðin,
löngum sár hjá þeim, sem grétu.
Við komu prestsins hvarf öll neyðin,
kraftur jókst. Menn huggun hlutu.
Bænir prestsins, söngvar, sálmar
sveipuðu ljóma grátna bæinn,
var sem þytu og vermdu pálmar
í vinjum hjams — og fram við sæinn.
Bráðnuðu í hjörtum harðir málmar,
helgi og sæla gagntók daginn.
Kvölin, sem að myrkrið mjálmar,
mýktist — hvarf í sólarblæinn.