Kirkjuritið - 01.12.1951, Qupperneq 84
334
KrRKJURITIÐ
var þá í blóma aldurs síns, 37 ára gamall. Fullyrða má,
að honum hafi ekki verið þessi staður og þessi byggð
með öllu ókunn áður, þar eð hann hafði um alllangt skeið
dvalið í næst-næstu sveit hjá velgjörðamanni sínum, Árna
lögréttumanni á Ytra-Hólmi. Honum hefir litizt hér vel
á sig, faðmur Hvalfjarðar hefir heillað hann. Presturinn
skóp þessum stað og umhverfi hans þá sögu, er eigi
gleymist.
Það var vor. Spóinn vall í mónum, og tjaldurinn trítl-
aði í f jörusandinum. Loftið var fullt af lífi og gleði. Björk-
in í bæjarhlíðinni sprungin út og angan hennar ljúf sem
ódáinsveig. Léttar bárur hjöluðu við hála hleina, og blá-
skikkjur féllu að Botnssúlum og fjallaröðunum, er um-
lykja þenna fagra fjörð. Hingað hafði fæti hans verið
stýrt eftir langa hrakninga og harla næðingasama ævi,
þegar litið er til þess, hve ungur hann var. Nú var sem
hann væri að ná höfn, og sú tilfinning hefir sennilega
gripið hann, að héðan mundi hann ekki sjálfviljugur fara.
— Hann var reiðubúinn til að gefa Guði dýrðina.
Undarlegur var ferill þessa prests. Gáfaður piltur. Ná-
frændi herra Guðbrands, alinn upp og settur til mennta
á sjálfum Hólastað. Lá ekki rakin leið til frama og met-
orða? Ónei, einhver hulin hönd leiðir hann burt frá þessu
öllu saman. Hann fer í fjarlægt land, sætir þar þungum
kjörum til þess að geta dregið fram lífið, býr við harð-
rétti iðnsveina þeirra tíma, jafnvel högg og barsmíð. —
En hamingjusólin hlær við honum öðru sinni. Meistari
Brynjólfur finnur hann, setur hann til mennta og fylgist
með honum. Járnreksturinn var ekki hinn rétti starfs-
vettvangur þessa pilts.
Námið gekk vel. Hinn áskildi tími var senn á enda.
Vantaði herzlumuninn. — Kona kom inn í líf hans, er varð
gæfa hans og ógæfa í senn. Fyrir hana yfirgefur hann
allt og flýr. öðru sinni bregzt hann vonum manna. Ham-
ingjusólin fór í felur. Gremi meistara Brynjólfs, háð og
spé, illt umtal og atvinnuleysi elta hann eins og spakar