Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 58
308
KIRKJURITIÐ
Elliárin dvaldi séra Ingvar í sameignarhúsi dóttur sinn-
ar og tengdasonar, í sólríku skjóli þeirra, ásamt heim-
sóknum á víxl og hlýjustu aðhlynning Helga læknis, og
umhyggju fjarlægu dóttur sinnar, á báðar hliðar. Á þess-
um fyrri árum hafði séra I. N. enn nokkra heimakennslu
barna, helzt barnabarna sinna.
Þótt séra Ingvar væri heilsuhrausur meirihluta ævi sinn-
ar, þá biluðu honum samt fæturnir, svo að síðustu árin
komst hann varla út úr húsi. — Mun þar til hafa flýtt fyr-
ir og aukið við, að hann var nokkuð stór maður, þrek-
vaxinn og líkamaþungur, sem gerði erfiðan umgang og
næsta litla nauðsynlega hreyfingu. Upp úr kvefi veiktist
hann nokkuð og lá mánaðartíma í spítalanum í Hafnar-
firði. Þar hlaut hann hægt og rólegt andlát 14 .nóv. 1951.
— Jarðarförin (21. s. m.) var mjög fjölmenn. Ræður góð-
ar fluttu séra Bjarni vígslubiskup í heimahúsi og séra Sig-
urjón Árnason í dómkirkjunni. Svo sem venja er til hér
í bæ, við útför presta, báru líkkistuna út úr kirkju 8 prest-
ar hempuklæddir, og margir fleiri prestar og prestahöfð-
ingjar voru viðstaddir. Jarðsett var í múraðri gröf í Foss-
vogskirkjugarði, við hlið á sams konar gröf, með líki k. h.
Frá cevistarfi og áhugamálum.
Séra Ingvar var einlægur og óhvikull trúmaður, skyldu-
rækinn og samvizkusamur í embættisverkum öllum, vin-
sæll og vel liðinn í sóknum sínum. Dagfarsprúður utan
kirkju og innan. Hafði söngrödd góða, hógværar ræður
og lagði alúð við kristilega og þjóðholla barnafræðslu.
Jafnframt prestsstörfunum var hann ,,bóndi“ með lífi og
sál, og góður fjárgæzlumaður. Kom þetta bezt í Ijós á
Skeggjastöðum, eins og síðar verður sagt.
Skeggjastaðir eru nærri sjó, syðst við botn Bakkafjarð-
ar. Þar hjá liggur alfaraleið milli Austur- og Norðurlands.
Þá leið fara margir menn, æðri og lægri og útlendingar
við og við. En langt er til bæja á báðar hliðar: Sandvíkur-