Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 19
JÓLABRÉF FRÁ SÉRA JÓNMUNDI
269
Þegar aðkomufólkið hafði virt fyrir sér hið mikla graslendi
og ræktunarmöguleika þama í Aðalvíkinni, þótti því trúleg
sagan af húsfrú Ingibjörgu, systur Helga Lambkárssonar. Þú
kannast við hana.
Tímans vegna afsala ég mér umræðum um I. Tim. 3,15.
Verður fróðlegt að heyra ályktanir kirkjuþingsins um, hvort
má sín meira: musterið eða gullið altarið eða fómargjöfin,
sbr. Matt. 5. Annars er oss, prestum, lífsnauðsyn að ræða það
mál — auk annars — á þessum tímum. En þess í stað ætla
ég að segja þér tvö örstutt ævintýri. Annað þeirra er mjög
stutt, reyndar ekki nema mynd, sem ég sendi þér. Þetta er
svipmynd úr mjög athyglisverðri kvikmynd, héðan úr hérað-
inu, sem sýnd mun verða í höfuðstaðnum innan skamms. Ég
stend þar aleinn við kirkjudymar — komin vökulok, friður
og kyrrð, og hvíld.
Hitt ævintýrið, eins sannsögulegt, er austan frá Indlandi.
Gerðist þar fyrir fám ámm.
Læknisfræðilega menntaður prestur, eða guðfræðilega mennt-
aður læknir, hvora einkunnina, sem menn kunna betur við, en
þetta var einn og sami maður, gerðist trúboði. Tók upp á því
að flytja hið lifandi Orð frá ábyrgri kirkju. Nú var hann orð-
inn fjörgamall maður, sýnt, að hann myndi aldrei framar stíga
í fætuma, að dauða kominn. Tveim árum áður en hann var
svo langt leiddur, hafði honum verið sendur aðstoðarmaður, er
taka skyldi við starfinu, að öldungnum látnum. Þeir em svo
langorðir, þessir Evangelistar frá „The sword of the Lord“, eins
og þeir hafi gengið í skóla hjá Páli frá Tarsus, en þaðan er
sagan tekin, úr bókinni: How to have Revival, 3. prentun 1949,
að ég sleppi hér dálitlum kafla. Við nemum staðar við rúm
sjúklingsins. Þar situr aðstoðarpresturinn, hefir lokið starfs-
skýrslu dagsins, þeir beðið sambæn, og sýnir á sér fararsnið,
Þótt hann brenni í skinninu, að fá ráð og leiðbeiningu hjá
Samla manninum, hvort hann eigi að taka mjög álitlegu emb-
®tti, sem honum býðst, heima í Englandi, og spyr: „Hvað á
ég að gera?“
>,Hvað virðist þér sjálfum?" spyr gamli maðurinn.
„Já, herra doktor“, mælti ungi maðurinn. „Reyndar ætla
óg nú ekki að fara að rífa upp sárin, — en, þér emð búinn
að vera hér lengi, herra doktor?“
1B