Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 96
346
KIRKJURITIÐ
„Vildi systir hennar ekki flytja til hennar? Enn þá var það
ekki of seint."
IVIaría háði erfiða baráttu. Hún hugsaði um öll þau þægindi
og allsnægtir, sem biðu hennar í hinni fögru borg. En annars
vegar var heimilið, maður hennar og börn. Hún glímdi við þetta
hræðilega verkefni, en komst ekki að neinni niðurstöðu. Ef til
vill gæti hún hugsað skýrar á morgun.
Hún vann allan morguninn, og það var komið hádegi, þegar
Markús kom hlaupandi heim, þeytti frá sér körfunni og æpti:
„Mamma, mamma, meistarinn, sem ég sagði þér, að hefði lækn-
að máttlausa manninn, er þarna við vatnið uppi í hæðunum,
og ég held bara, að allt fólkið úr Kapernaum og Betsaída sé
farið þangað, til að hlusta á hann. Mamma, viltu lofa mér að
fara líka, gerðu það mamma, mig langar svo mikið til að sjá
hann.“
Rödd hans var áköf og full löngunar.
„Þú verður að borða fyrst", sagði María.
„Ég er ekkert svangur, mamma. Ég þori ekki að tefja. Ég
verð að ná fólkinu, annars get ég misst af honurn."
„En þú verður að borða, barn“, sagði María. „Hérna, ég var
að baka þessi byggbrauð, og þarna eru tveir smáfiskar, hafðu
þetta með þér. Þú getur borðað það á leiðinni. Og þú mátt
ekki vera lengur en til sólarlags."
Degi var tekið að halla. María var sístarfandi, og í hugan-
um barðist hún við uppgjöfina. Sólin nálgaðist vesturfjöllin,
en Markús var enn ekki kominn.
Þá var það, að hún lagði af stað burt úr þorpinu út á hamra-
klifið, þar sem hún hafði fleygt sér niður á steininn í kyrrð
síðdegisins.
En nú gekk hún niður að ströndinni. Þar voru menn í bát-
um. Þeir fluttu fólkið yfir vatnið. Henni var vísað á stað, þar
sem fólkið hafði safnazt saman. Hún gekk upp á hæstu hæð-
ina, en efst í brekkunni hinum megin sat mannfjöldinn og
hlustaði á mann, sem hún var rétt komin að. Hann stóð þarna
nærri efst á hæðinni. Dýrð og friður sólarlagsins Ijómaði um
höfuð hans og andlit, meðan hann talaði. Hún læddist ennþá
nær, og þá greindi hún betur svip hans. Hún sá, að þar bland-
aðist saman hyldjúp þrá, þjáning og sorg, sem á engin orð.
En andlit hans lýsti einnig kærleika, samúð og ómælanlegum