Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 74
324
KIRKJURITIÐ
því undan þínu fræi í fold
ég fer í mold.
Lög fallvaltleikans ríkja miskunnarlaust yfir lífi mann-
anna. Það er harmsefni lífsins hið mikla, að ekkert varir.
Vinátta, kærleiki, vinna, gleði, alefling andans, bönd, sem
tengd verða, hamingja, sem verður til, verk, sem unnið er
— einhvern dag er það allt saman liðið, liðið og kemur
aldrei til baka.
,,Óska þér ekki of hvassrar sjónar“, hefir skáld sagt,
„því að sjáir þú fyrst sálaða undir moldu,
þá sér þú ekki blómin lengur.“
Oss kann að auðnast að meira eða minna leyti að deyfa
vissuna um þetta, og lífið sjálft og öll hlutverk þess geta
einnig um skeið gagntekið oss svo, að oss veitist blátt
áfram ekki tóm til að ígrunda neins konar vöntun. En
engum manni mun þó hlíft við augnablikum, er hann
finnur til lífsharms og löngunar til að geta veitt lífinu
meira gildi og varanleik
Þetta var annað. Svo bætist hitt við — tilfinning þess,
að einnig bresti mjög á öll vor störf.
Eitt, sem einkennir oss mennina fram yfir dýrin, er það,
að vér ,setjum ævi vorri ákveðið mark. Lífsþrá vor knýr
oss til þess, sem meira er en það, sem vér eigum, hún held-
ur fram á hátindi sínum sjálfstæði andans gagnvart nátt-
úrunni, hún krefst innra samhengis í lífinu, sannarlegs,
auðugs lífs. I allri sögu mannkynsins býr þrá og viðleitni
til þess að lyfta mannlífinu sjálfu á hærra stig — viðleitni,
sem hefir birzt í samfelldum hugsjónum, sem eru fyrir-
myndir háleits mannlífs. Þá fyrst, er vér reynum að lifa
lífi voru í þeim anda og í þá átt, sem hugsjónirnar vísa
veginn — eins og sannir, heilbrigðir og góðir menn —, þá
fyrst finnum vér, að vér erum í raun og veru gædd því
lífi sem er í sannleik mannlegt.
Ég hygg, að vér þekkjum þetta öll að meira eða minna
leyti. En skyldum vér ekki öll þekkja líka djúpið milli