Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 98
348
KIRKJURITIÐ
na nýja áhuga hennar, — hennar, sem aldrei fyrr hafði skilið
hann, og hann sagði henni allan hug sinn af barnslegri ein-
lægni.
En þegar börnin voru sofnuð, fór María niður að vatninu.
Öldurnar hjöluðu mjúklega við sandinn.
Tíberíasborg, Lea systir hennar, skrautofin veggtjöld, silki
og flos?
Freistingin var horfin. Frelsi. Aldrei fyrr hafði hún verið
svo frjáls. Ó, hversu blind hafði hún verið hingað til. Hún var
auðugri en Lea, sem átti skraut borgarinnar, en engin börn.
Guð hafði gefið henni viðkvæman silkivefnað barnssálnanna,
þar átti hún að sauma í hið bjartasta skraut eilífra mynztra,
dýrmætari gullþráðum og pelli veggmyndanna í glæstustu kon-
ungshöll.
María fann, að úr striti hversdagslífsins, sem hún hafði svo
oft fyrirlitið í hjarta sínu, gat henni veitzt gnægð krafta-
verksins.
Hún vissi, að bak við hin auvirðilegustu störf, unnin af trú
og tryggð, gat brosandi ásýnd meistarans Ijómað við þreyttum
augum hennar í gullnum friði kvöldsins.
Árélíus Níélsson
þýddi lausl.