Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 66
Eins og lesendum Kirkjuritsins mun vera kunnugt, sótti
norski biskupinn dr. Kristian Schjelderup oss heim í október-
mánuði síðastliðnum og flutti prédikun í Dómkirkjunni og
erindi. Hann er mjög nafnkunnur rithöfundur og fyrirlesari.
Erindi hans, sem birtist hér í íslenzkri þýðingu, flutti hann
í Háskólanum 18. október.
Það er ekki ætlun mín, þá er ég vel mér þetta efni, að
setja fram margs konar lífsskoðanir og hugmyndir, sem
berjast nú um yfirráðin yfir mannssálunum, og koma með
mat á þeim. Ég ætla að láta það allt verða einfaldara,
raunhæfara og persónulegra. Með „baráttunni fyrir lífs-
skoðun“ á ég við baráttuna fyrir skilningi á tilgangi lífs-
ins.“ Og ég ætla að reyna blátt áfram að lýsa viðleitn-
inni á því að átta sig á lífinu og tilgangi þess.
Hver er tilgangur lífsins?
Þegar vér hugsum um allar illgjörðir, sem unnar eru,
öll rangindi og ofbeldi, alla neyð manna og þjáningar um
gjörvallan hnöttinn á vorum dögum, og allt, sem yfir
vofir að skelli á, tífallt verra — þá má vera, að einhver
okkar eigi þær stundir, er hann hljóti að spyrja í angist:
Á mannkynið yfirleitt nokkurt markmið — skyldi til-
gangur þess ef til vill aðeins vera ill og ferleg ógn.
Spumingin er ekki ný, enda þótt hún hafi aldrei verið
brýnni en á vorum dögum. Hver kynslóð heyrir hana
boma fram við sig, og hver kynslóð berst stöðugri bar-
áttu á ný, til þess að koma auga á það, að lífið eigi eitt-