Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 81
BARÁTTAN FYRIR LÍFSSKOÐUN
331
ins er mótað af því, er eitt veitir sannarlegt manngildi:
Lotning fyrir lífinu, hvar sem það finnst, virðing fyrir
því, sem hverjum manni er ætlað að verða, fyrir bróður
vorum og frjálsri hugsun hans, kærleik til samfélags mann-
anna, þar sem allir hafa jafnt rúm og jafnan rétt.
□ RÐALYKILL
AÐ NÝJA TESTAMENTINU
Eins og kunnugt er, hefir séra Björn Magnússon prófessor
þegar gerzt afkastamikill rithöfundur. Auk þess sem hann tek-
Ur saman námsbækur fyrir nemendur sína í guðfræðideild há-
skólans lætur hann nú hverja bókina af annarri frá sér fara.
Hin síðasta þeirra og hin mesta er Orðalykill að Nýja testa-
mentinu. Hefir hann, eins og vænta má, haft rit þetta í smíð-
uni árum saman, og það þegar áður en hann varð háskóla-
kennari.
Plestar kristnar menningarþjóðir munu eiga slíkar bækur,
enda eru þær ómetanleg hjálp til þess að geta fundið með lít-
illi fyrirhöfn hvern þann Nýja testamentisstað, er menn vilja.
^urfa menn ekki annað en fletta einu orði hans upp í Orða-
iyklinum, og þá hafa menn staðinn. Getur þetta því sparað
niikla vinnu og fyrirhöfn. Einkum eru þess konar bækur prest-
um ómissandi. Ættu nú íslenzkir prestar að kaupa allir þessa
bók í bókasafn prestakallsins og þurfa þá ekki að greiða sjálfir
nema fjórða hluta verðs hennar. En því er mjög í hóf stillt,
Þar eð höfundur hefir unnið starf sitt ókeypis og Sáttmála-
sjóður og Biblíufélagið auk þess lagt nokkurt fé til útgáfunnar.
Enn er of snemmt að skrifa ritdóm um bókina. Það verður
fyrst gjört eftir notkun bókarinnar um hríð. En menn vænta
®er góðs af henni, þar eð Bjöm prófessor er kunnur að ná-
kværnni og vandvirkni.