Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 61
SÉRA INGVAR G. NIKULÁSSON
311
Oddvitinn. Sýslunefndarmaður var séra Ingvar nokkur
ár og bæði oddviti og féhirðir hreppsins mörg árin síðustu.
Tók hann við þeim störfum í miður góðri reiðu, en kom
þeim brátt í betra lag. Við og við tók hann heim til sín
böm og bágstadda.“ — Og sjálfur sagði séra Ingvar mér
(V.G.), að þá er hann fór frá Skeggjastöðum, hefði hann
skilað sveitarsjóði um 4000 kr. í peningum, sem þá var
talsverð upphæð.
Af þessu má sjá það, að hann fylgdi trúlega stefnu sjálf-
stæðra manna, þótt hann hefði aldrei mikinn hávaða í
stjórnmálum.
V. G.
AÐALFUNDUR HALLGRÍMSDEILDAR 1951
Dagana 1. og 2. sept. var aðalfundur Hallgrímsdeildar hald-
inn í Stykkishólmi. Níu menn mættu á fundinum.
Formaður deildarinnar, sr. Magnús Guðmundsson gat ekki
mætt sakir lasleika, og stjórnaði varaformaður, sr. Sigurður
Ó. Lárusson, fundi í forföllum hans.
Ræddar voru tillögur millifundanefndar um ýms kirkjumál.
Áttu sæti í henni Ólafur B. Bjömsson, Akranesi, sr. Sigurður
Ó. Lámsson og sr. Þorsteinn L. Jónsson. Vom þær samþykkt-
ar með nokkrum breytingum og hafa verið birtar í dagblöðum.
Að kvöldi 1. sept. flutti sr. Guðmundur Sveinsson opinbert
erindi í Stykkishólmskirkju: Fomleifafræðin og Gamla testa-
mentið.
Seinni fundardaginn, er bar upp á sunnudag, messuðu fund-
armenn á eftirtöldum kirkjustöðum: Stykkishólmi, Helgafelli,
Fáskrúðarbakka, Kolbeinsstöðum og Rauðamel. — Að loknum
messum söfnuðust fundarmenn saman á heimili sr. Þorsteins L.
Jónssonar í Söðulsholti, þar sem fundi var slitið síðla kvöld.
Fundurinn var ánægjulegur, og nutu Hallgrímsdeildarmenn
mikillar alúðar og gestrisni Stykkishólmsbúa og prestshjón-
anna í Söðulsholti. S.