Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 63

Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 63
SÉRA HERMANN GUNNARSSON 313 ar og gestrisni við þá, er að garði bar. Vandist Hermann ungur allri sveitavinnu. Jafnframt stóð hugur hans til bók- náms. Hann var 2 vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum. Því næst settist hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk þar stúdentsprófi vorið 1943. Nám sitt mun hann hafa kostað að mestu leyti sjálfur, enda var hann afrendur að afli og vel verki farinn. Honum varð gott til vina, því að hann var hreinlyndur og glaðlyndur og trygglyndur og vildi hvers manns vandræði leysa eftir því sem hann mátti. Líklega hefir þessi löngun hans til þess að verða öðr- um að liði ráðið mestu um það, að hann valdi guðfræði- nám með prestsskap í huga. Hann gekk í guðfræðideild- ina haustið 1943 og stundaði þar nám 5 vetur. Á sumrum var hann við búskap með bróður sínum að Hofteigi á Jök- uldal, og mun fjárbú þeirra bræðra hafa verið eitt hið mesta á Austurlandi. Því lengur sem Hermann sat í guðfræðideild, því fastari tökum tók hann nám sitt og því öruggari var hann um það, að hann hefði valið rétt, er hann kaus sér þessa fræðigrein. Seinasta ár sitt þar lauk hann sérefnisritgerð um upprisu Jesú Krists, er hlaut góða dóma. Jafnframt hafði hann á hendi formennsku í Bræðralagi, kristilegu félagi stúdenta, með atorku og prýði. Það var þá þegar sýnt, að honum myndi farast vel prestsþjónusta í kirkju. Hann hafði fagra söngrödd og vandaði mjög ræðugerð. Var auðfundið, að hann var skáld, eins og ýmsir frændur hans, og sumar setningar í prédikunum hans báru af að tasrri og leiftrandi fegurð. Hann lauk embættisprófi vorið 1948 með góðri einkunn. Næsta ár starfaði hann hjá innflutnings- og gjaldeyris- nefnd. Hann kvæntist 12. júní 1948 Sigurlaugu Þorsteinsdóttur Johnson. Eiga þau eina yndislega dóttur, sem nú er tveggja ara og ber nafn föðurömmu sinnar. En prestur vildi Hermann um fram allt vera. Hann sótti Því um Mývatnsþing og var kosinn prestur þar. Hann vígð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.