Kirkjuritið - 01.12.1951, Qupperneq 63
SÉRA HERMANN GUNNARSSON
313
ar og gestrisni við þá, er að garði bar. Vandist Hermann
ungur allri sveitavinnu. Jafnframt stóð hugur hans til bók-
náms. Hann var 2 vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum. Því
næst settist hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk þar
stúdentsprófi vorið 1943. Nám sitt mun hann hafa kostað
að mestu leyti sjálfur, enda var hann afrendur að afli og
vel verki farinn. Honum varð gott til vina, því að hann
var hreinlyndur og glaðlyndur og trygglyndur og vildi
hvers manns vandræði leysa eftir því sem hann mátti.
Líklega hefir þessi löngun hans til þess að verða öðr-
um að liði ráðið mestu um það, að hann valdi guðfræði-
nám með prestsskap í huga. Hann gekk í guðfræðideild-
ina haustið 1943 og stundaði þar nám 5 vetur. Á sumrum
var hann við búskap með bróður sínum að Hofteigi á Jök-
uldal, og mun fjárbú þeirra bræðra hafa verið eitt hið
mesta á Austurlandi.
Því lengur sem Hermann sat í guðfræðideild, því fastari
tökum tók hann nám sitt og því öruggari var hann um
það, að hann hefði valið rétt, er hann kaus sér þessa
fræðigrein. Seinasta ár sitt þar lauk hann sérefnisritgerð
um upprisu Jesú Krists, er hlaut góða dóma. Jafnframt
hafði hann á hendi formennsku í Bræðralagi, kristilegu
félagi stúdenta, með atorku og prýði. Það var þá þegar
sýnt, að honum myndi farast vel prestsþjónusta í kirkju.
Hann hafði fagra söngrödd og vandaði mjög ræðugerð.
Var auðfundið, að hann var skáld, eins og ýmsir frændur
hans, og sumar setningar í prédikunum hans báru af að
tasrri og leiftrandi fegurð.
Hann lauk embættisprófi vorið 1948 með góðri einkunn.
Næsta ár starfaði hann hjá innflutnings- og gjaldeyris-
nefnd.
Hann kvæntist 12. júní 1948 Sigurlaugu Þorsteinsdóttur
Johnson. Eiga þau eina yndislega dóttur, sem nú er tveggja
ara og ber nafn föðurömmu sinnar.
En prestur vildi Hermann um fram allt vera. Hann sótti
Því um Mývatnsþing og var kosinn prestur þar. Hann vígð-