Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 77
BARÁTTAN FYRIR LlFSSKOÐUN
327
og sína — án þess að gjöra of háar kröfur til hugsjóna
eða vænta of mikils yfirleitt af heiminum eða mönnunum.
Þessi uppgjöf hefir orðið mörgum mönnum eðlilegust
niðurstaða. Og það er ekki að imdra eins og heimurinn
blasir við oss og vér erum sjálf skapi farin.
En sjálfur hefi ég ekki getað farið þessa leið. Og ég
bæti því við án þess að dæma aðra: Sá, sem eitt sinn
hefir séð með innri augum, hvernig mannlífið gæti verið
— hvernig getur hann nokkru sinni aftur snúið baki við
þeirri hugsjón?
Annar möguleikinn er sá, sem Pár Lagerkvist hefir
nefnt eins konar „dauöahald á trúnni mitt í öUu von-
leysinu“.
Þ. e. a. s. Horfst þú í augu við veruleikann og gjör þér
engar grillur um nein aldahvörf við fylgdina við hugsjón-
irnar, játa ófullkomleika sjálfra vor, veikleik og sök —
en gefstu samt elcki upp.
Að vísu eigum vér ekki þá lífstrú, sem heitir sigri. En
vér sleppum þó ekki trúnni á lífsverðmæti, sem eiga að
vera ófallvölt, vér viljum ekki staðna við lamandi tilfinn-
ingu fyrir magnleysi og.sekt, en beinum í stað þess öllu
afli að því að láta viðleitnina til þess að lifa hugsjónalífi
verða að veruleika og höldum fram, hvað sem á gengur,
bví, sem gildi hefir með mönnum — frelsi, sannleik, kær-
leik og réttlæti, þessum hugsjónum, sem Henrik Werge-
land nefndi „andans líf og aðal“ — í veröld, þar sem þeim
er afneitað meir og meir.
Ég veit, að mörgum er nú á dögum eðlilegust þessi af-
staða til lífsins. Árum saman hefi ég einnig reynt að öðlast
bar fótfestu. Það er björt lífstrú, ekki yfirborðskennd
bjartsýni, heldur það, sem vér gætum nefnt í sönnustum
skilningi „baráttu-húmanisma", svo að haft sé orðalag Pár
Lagerkvists. Ekki húmanismi, sem treystir því, að þá verði
Paradís á jörð, ef það, sem gott er í manninum, nær að
broskast. Heldur húmanismi, sem getur ekki þrátt fyrir
bll vonbrigði sleppt trúnni á það, að innst í mönnunum