Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 64
314
KIRKJURITIÐ
ist 28. ágúst 1949 prestur að Skútustöðum og átti þar
heimili upp frá því.
Síðastliðið sumar kom ég þangað, og var það unaðs-
legt að njóta í senn öræfatignar og sveitasælu, sólskins
úti og inni, og virtist mér sem þrá séra Hermanns eftir
fegurð og kærleik fyndi þar svölun. Ég sá gróandann í
öllu, starfi heimilisföðurins, bóndans og prestsins. Og ég
fann tryggð og vináttu, sem snart mig djúpt. Við sátum
lengi saman í skrifstofu hans, og hann las mér meðal ann-
ars ræðu, sem hann hafði nýlega flutt eftir ungbarn,
þrungna af trú, bjartsýni og huggun.
Mér skilst, að þar hafi ómað sá strengur, sem einkenndi
mest og bezt allan prestsskap séra Hermanns — löngun
hans til að vera í raun og veru sálnahirðir, koma þangað
með hjálp og huggun, sem hann vissi einhvern dapran og
bágstaddan. Ég hygg, að hann hafi litið í Ijósi kristin-
dómsins þessi orð:
Hvars þú böl kannt
kveð þér bölvi at,
að í dýpstum skilningi hafi þrá hans eftir fegurð og kær-
leika, bjartsýni og víðsýni beinzt að því Og vissulega bar
safnaðarfólk hans honum vel söguna fyrir þessa prests-
þjónustu, hjartahlýju hans, fagrar prédikanir og altaris-
þjónustu.
Rúm tvö ár eru ekki löng prestsþjónusta, en ávextir
hennar geta orðið langæir og miklir fyrir því. Gott sæði,
sem fellur í góða jörð, ber ávöxt að þrítugföldu, sextug-
földu og hundraðföldu. Sú vissa verður söfnuðum séra
Hermanns og vinum bezt harmabót, samfara trúnni á
það, að hann haldi áfram starfi í æðra og eilífum heimi-
Þar rís sólin aftur, sem við sáum hér síga í ægi að dag-
málum.
Ásmundur Guðmundsson.