Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 54
304
KIRKJURITIÐ
ist mörgu. Þegar heim kom, vann hann aftur að kennslu,
fyrst á Seyðisfirði, á vegum frænda síns, Skapta Jósefs-
sonar ritstjóra, og síðan á Flateyri vestra. Hann gerðist
prestur að Hofi á Skagaströnd 1901, að Tjöm á Vatns-
nesi 1903, og síðan að Stað í Aðalvík 1905. Þar þjónaði
hann, unz hann sagði af sér prestsskap 1934 og fluttist
til Isafjarðar, en að beiðni sóknarbarnanna var honum
falin prestsþjónusta áfram til fardaga 1938. Aukaþjónustu
í Staðarprestakalli í Grunnavík gegndi hann um tveggja
ára skeið, frá því er séra Kjartan Kjartansson fór og til
þess er séra Jónmundur Halldórsson kom að kallinu.
Um prestsþjónustu séra R. Magnúsar var mér ekki kunn-
ugt af eigin raun, en mér er sagt, að einkum hafi altaris-
þjónusta hans þótt prýðileg, enda var hann fyrirtaks radd-
maður og glæsimenni í sjón, höfðinglegur ásýndum, mik-
ill og karlmannlegur að vallarsýn. Nokkurs þótta gætti
oft í framkomu hans, en svo mun hafa verið um marga
embættismenn af gamla skólanum, og ekki hygg ég, að
það hafi komið að sök í sambúð hans við sóknarfólkið.
Kg sá, að það leit upp til hans. Og þótt hann kynni ýms-
ar sögur gamansamar að segja af samferðafólkinu, kunni
hann einnig margt fallegt og elskulegt að segja af sóknar-
fólki sínu þar nyrðra.
Séra R. Magnús gat verið manna skemmtilegastur í
kynnum. Hann var gæddur ríkri kímnigáfu og svo orð-
heppinn, að aldrei brást honum að vekja hlátur og gleði,
er hann vildi. Hann var fram eftir árum ágætlega söngv-
inn og menntaður vel um margt. Þó var menntun hans
af frönsku og öðrum málum. Um fræðimennsku hirti hann
hann mikið á ýmsum tungumálum og þýddi margt, bæði
af frönsku og öðrum málum. m fræðimennsku hirti hann
minna. Það lá í skapferli hans. Ég veit ekki, hve djúpstæð
hefir verið þekking hans á fólkinu í hinu afskekkta, norð-
læga prestakalli, er hann þjónaði. Um þjóðfræði hirti
hann lítið, nema fomíslenzk fræði, en að skáldritum og
fagurfræði dróst hugur hans. í þeim heimi átti hann vafa-