Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 80

Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 80
330 KIRKJURITIÐ En sjálfum mér hefir að minnsta kosti farið fram svo, við sjálfsprófun, djúpa meðvitund um svik mín og van- mátt og skilning á því, að mig sjálfan vantar kraftinn, hefi ég fundið lykilinn að heimi hins nýja lífs. Hið undarlega er sem sé það — og hér tala ég einnig miðað við reynslu óteljandi kristinna manna á öllum öld- um — að þaö er einmitt til þess manns, sem finnst hann vera sjálfur UtiU, sem Guð getur komið og birt sjálfan sig. Ég get ekki lýst þessu né skýrt það. Sá maður, sem lifir það, veit naumast sjálfur með hverjum hætti. Það er eins og um vindinn. Hann blæs, og þú heyrir þytinn, en þú veizt ekki, hvaðan hann kemur eða hvert hann fer. Maðurinn finnur aðeins — í blænum blíða — að Guð sjálfur er nálægur honum. 1 fyrstu kann honum að finn- ast sem eyðandi eldur fari um sig — ,,Far frá mér, herra, því að ég er maður syndugur“, — en hann finnur einnig milda hönd snerta við sér og reisa sig við. — „Vertu hughraustur, sonur, syndir þínar eru þér fyrirgefnar“. Hann finnur, hvernig fjötrarnir losna, og honum veitist nýr kraftur og friður, sem er ofar öllum skilningi. Sá, sem hefir sjálfur lifað eitthvað af þessu, hefir einn- ig reynt eitthvað af þeirri hamingju, sem er ofar öllum skilningi, hamingju, sem öll gleði og öll þjáning, er heim- urinn annars má veita, bliknar hjá gjörsamlega. Hann hefir fengið að öryggi, er veitir fótfestu, innra frelsi, sem leysir frá sekt, afl, sem eyðir vanmætti og veitir nýjan kraft — og gefur von um sigur. Og það, sem enn meira er. Við þessa reynslu öðlast hann einnig aftur — í nýrri og ennþá dýpri mynd — alla fyrri hugsjónabaráttu sína og viljann til þess að halda stríðinu áfram fyrir þær hugsjónir, sem hafa kennt honum að koma auga á æðsta mark og tilgang lífsins — kærleik, frelsi, sann- leik, réttlæti. Nú er lífsóttinn horfinn, komið í staðinn þor og þróttur. Hann gengur studdur megingjörðum út í baráttu lífsins gegn öllum öflum myrkursins bæði hið innra og hið ytra — út í líf, sem jafnvel mitt í hita stríðs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.