Kirkjuritið - 01.12.1951, Síða 95
BRAUÐIN OG FISKARNIR 345
að metta marga svanga munna. Örbirgðin ógnaði ungu hjón-
unum, ægileg örbirgð, sem skar að innstu hjartarótum.
Börnin voru hraust og sterkbyggð. Jónas horfði á þau,
hreykinn á svip. En María hugsaði um þau með ástríðukenndri
ástúð, sem olli henni þjáningum og þreytu.
Stundum sá hún fannhvít segl svífa yfir vatninu áleiðis til
Tíberías, og henni varð hugsað til Leu systur sinnar. Aldrei
hafði hún komið aftur, svo að allt hlaut að hafa orðið eins
dásamlegt og hana dreymdi um, áður en hún fór.
Jafnskjótt og Markús litli, elzti drengurinn komst á fót, tók
Jónas hann með sér í bátinn. Og þegar hann var tólf ára, var
honum leyft að fara til Kapernaum til að selja fisk. Kvöld
nokkurt kom hann heim mjög æstur.
„Ég gat naumast selt fiskinn", sagði hann. „Það var enginn
heima, en allt í einu sá ég fjölda manns standa við húsið hans
Símonar. Gatan var alveg troðfull af fólki. Ég reyndi að kom-
ast í gegn, en enginn komst að dyrunum. En rétt í því sá ég
fjóra menn, sem báru rúmflet á milli sín. Þeir fóru fram hjá,
þar sem ég stóð, og ég sá veikan mann í fletinu. Hann virtist
alveg máttlaus. Þeir reyndu að komast inn í húsið, en þegar
það var ekki hægt, vegna fólksfjöldans, þá komust þeir upp
þrep, alla leið upp á þak, losuðu nokkrar þakskífur og létu
sjúklinginn síga niður í húsið. Þar kve vera einhver meistari,
sem læknar. Og eftir skamma stund kom veiki maðurinn gang-
andi, óstuddur, út á götuna. Meistarinn hafði læknað hann."
„Farðu að borða kvöldmatinn þinn, Markús," sagði María
þreytulega. Þetta hafði verið leiðinlegur dagur.
Jónas var forvitnari. „Hvernig leit þessi meistari út?“ spurði
hann.
„Ég veit það ekki, ég sá hann ekki", sagði Markús litli. En
■'tlu seinna sagði hann þeim söguna um lækningu sonar hundr-
aðshöfðingjans í Kapernaum.
i>Ég verð að sjá þennan meistara", sagði hann.
En það var allt annað og þýðingarmeira, sem María hafði
uni að hugsa þetta kvöld.
Hún hafði frétt frá Leu, sem var nú hamingjusöm og auðug.
Hún var enn ógift og vann hjá sama vinnuveitanda sem hún
byrjaði hjá.