Kirkjuritið - 01.12.1951, Síða 73
BARÁTTAN FYRIR LÍFSSKOÐUN 323
getur það þó ef til vill verið nokkurs virði að segja hvert
öðru frá reynslu vorri og takast þannig í hendur.
* # *
Það, sem vér höfum lifað, fundið til og reynt og mótað
hefir lífsþroska vom, er harla sundurleitt. Einnig er um-
hverfið mjög margs konar, sem mótar oss. Það hefir allt
sín áhrif og setur sinn svip á lífsskoðun vora — það er
óhætt að fullyrða, að ekki séu svo til tveir menn, að
þeir líti nákvæmlega sömu augum á lífið.
En þrátt fyrir það hygg ég, að tvenns konar sameigin-
leg lífsreynsla hafi áhrif — vitandi eða óvitandi — á flest
af oss og knýi oss öðru fremur til þess að hvílast ekki
fyrr en vér höfum fundið fótfestu í lífinu.
1 fyrsta lagi er það tilfinning þess, að lífið veiti ekki
fvZlnœgju, heldur sé hlaðið eymd.
Meðan vér lifum við gleði og áhyggjur daglega lífsins,
meðan vér erfiðum fyrir daglegu brauði og lifum nokk-
um veginn heiðvirðu og atorkusömu lífi, hver í sínum af-
markaða starfsreit — já, á meðan getur oss ef til vill
lánazt að dylja bæði fyrir sjálfum oss og öðrum auðnina
miklu, sem gnapir ógnandi bak við lífið allt. En tökum
vér að hugsa og spyrja, hvert sé í raun og veru. mark-
mið allrar breytni vorrar og alls þess, er við ber, þá nær
vonleysið auðveldlega tökum á oss, og öll hamingja, sem
mennirnir leita, verður þá oft í augum vomm ekki meira
virði en blóm, sem fölna og visna.
Vér erfiðum og stritum hvert í sínum reit, að jarðyrkju,
sjávarútvegi og siglingum, iðnaði, námi, kennslu, vér leit-
um þroskunar anda vorum, þróunar hæfileikum vorum,
fróðleiks og reynslu.
En að hvaða gagni kemur það að lokum?
Svo kvað Henrik Wergeland á banasænginni:
Þegar þú vinnur vorsins kranz,
þá verð ég efni skaparans,