Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 60

Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 60
310 KIRKJURITIÐ þess, að séra Ingvar þjónaði í Sauðanesprestakalli um vetr- artíma, í mikilli fjarlægð. ,J3óndinn“. Bú þeirra hjóna á Skeggjastöðum var stofn- að af fremur litlum efnum í fyrstu, en fyrir dugnað og ráðdeild þeirra beggja, blómgaðist það fljótt og gaf af- komu góða og efni. Bújörðin er líka allvel löguð til jarða- bóta, og sauðland er þar mikið og með ágætum. Var það vel notað með góðum fjárstofni og úrvals kynbótum, er þaðan dreifðist svo út á ýmsa staði. Hafði séra Ingvar fjármenn góða, m. a. Jón Benediktsson, prýðis fjármann, í mörg ár. Fjáreignin varð allt að 200 ær og 50—60 sauðir. „Bóndinn" hugsaði líka vel um jörðina: Sléttaði túnið og stækkaði með plæging og sáðningu, og lét sér mjög annt um ræktunina. Vírgirti túnið allt, fjárbæli (nátthaga) og um engjar með hagablettum. Áður var þetta allt ógirt og í lítilli rækt. Búbót var það góð, að þegar vel viðraði á sumrin og fiskur gekk í fjörðinn, mátti róa skammt frá landi með handfæri og afla soðningar til ársins, þegar bezt gafst. Jörð- in var nokkuð fólksfrek, og hafði prestur þar oft 4 vinnu- menn og 3 vinnukonur. Var það sama fólkið mörgum ár- um saman, og sýnir það hjúasæld og góðan viðurgjöming, því eigi var fólkið látið sitja aðgerðalaust inni né úti. Þurfti og að taka þar til hendi, m. a. við efnis-aðdrætti alla, með grjóti, sandi og möl til steinsteypubyggingar stórs íbúðar- húss fyrir prestssetrið. Auk tillags frá ríkinu lagði séra Ingvar í hús þetta ótalið erfiði og útlát í peningum. Þar að auki lét „bóndinn" byggja upp öll hús jarðarinnar önnur: skemmu, fjós, hlöðu og 5 fjárhús. Eitt þeirra stærst, ásamt hlöðu, með jámþaki. Vakandi auga hafði hann með öllum vinnubrögðum og vann sjálfur að heyvinnu um slátt- inn, þótt ekki gengi hann að slætti. En áhuginn dofnaði nokkuð hjá honum síðustu 2 árin, eftir konumissinn, og bar hann aldrei að fullu barr sitt eftir það. Var þá og farinn að hugsa um hvíldina og að hverfa frá embættinu og öðrum störfum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.