Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 26
276
KIRKJURITIÐ
Og nú fáið þið að heyra stutta jólasögu, og sagan heitir:
Jólagjöfin bezta.
í þorpi einu á Englandi hafði fólkið verið lengi að undirbúa
jólaguðsþjónustuna í litlu kirkjunni sinni. Það var gömul
venja, að til jólaguðsþjónustunnar kæmu alir með gjafir handa
Jesúbaminu. Sumir komu með eitthvað matarkyns, aðrir með
föt og flíkur sem seinna var svo útbýtt meðal fátækra, því
Jesús Kristur hafði einu sinni sagt: „Sannlega segi ég yður,
svo framarlega sem þér hafið gert þetta einum þessara minna
minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ (Matt. 25, 40).
Sumir komu með gjafir til þess að prýða kirkjuna. Einn list-
hneigður maður málaði fallega mynd, skáldmæltur maður orti
jólasálm og organleikarinn samdi fallegt lag við sálminn. Tré-
smiðurinn smíðaði stól, vefarinn óf ljómandi falleg tjöld. Kon-
umar prjónuðu trefla og sjöl. Börnin komu með hnetur, sem
þau höfðu tínt um haustið eða þau komu með mistiltein og
grænar greinar, til þess að skreyta kirkjuna.
Allir vildu koma með einhverja gjöf, til þess að gleðja
Jesúbamið.
Það var þó einn maður í þorpinu, sem ekki hafði neina gjöf
til þess að gefa. Hann hét Ithar. Hann var ekki við allra skap
og fór sinna eigin ferða. Hann vann stundum eitt og annað
fyrir fólk og var ánægður, ef hann fékk fæði og húsaskjól.
Bömin vom hálfhrædd við hann, og hundarnir geltu að hon-
um og engum þótti vænt um hann, því að hann var oft í
illu skapi. Oftast talaði hann lítið eða hann svaraði skætingi,
þegar á hann var yrt.
Þegar jólin nálguðust, þá sá Ithar, að allir vom að undir-
búa jólagjafimar sínar, og þá þótti honum leiðinlegt að hafa
sjálfur ekkert til þess að gefa.
Á aðfangadagskvöld kom hann frá vinnu og leið hans la
fram hjá kirkjunni. Hann sá, að þar var skuggsýnt inni, en
þó logaði ljós á einum lampa og lýsti eins og glitrandi stjarna.
Ithar fór inn í kirkjuna og kraup við einn kirkjubekkinn.
Á einum stað í kirkjunni hafði verið útbúin eins konar eftir-
líking af fjárhúsinu í Betlehem. Þar mátti sjá Maríu og Jósef
og ungbamið, sem hvíldi í jötunni, hirðana, sem gáfu því lömb