Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 26
276 KIRKJURITIÐ Og nú fáið þið að heyra stutta jólasögu, og sagan heitir: Jólagjöfin bezta. í þorpi einu á Englandi hafði fólkið verið lengi að undirbúa jólaguðsþjónustuna í litlu kirkjunni sinni. Það var gömul venja, að til jólaguðsþjónustunnar kæmu alir með gjafir handa Jesúbaminu. Sumir komu með eitthvað matarkyns, aðrir með föt og flíkur sem seinna var svo útbýtt meðal fátækra, því Jesús Kristur hafði einu sinni sagt: „Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gert þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ (Matt. 25, 40). Sumir komu með gjafir til þess að prýða kirkjuna. Einn list- hneigður maður málaði fallega mynd, skáldmæltur maður orti jólasálm og organleikarinn samdi fallegt lag við sálminn. Tré- smiðurinn smíðaði stól, vefarinn óf ljómandi falleg tjöld. Kon- umar prjónuðu trefla og sjöl. Börnin komu með hnetur, sem þau höfðu tínt um haustið eða þau komu með mistiltein og grænar greinar, til þess að skreyta kirkjuna. Allir vildu koma með einhverja gjöf, til þess að gleðja Jesúbamið. Það var þó einn maður í þorpinu, sem ekki hafði neina gjöf til þess að gefa. Hann hét Ithar. Hann var ekki við allra skap og fór sinna eigin ferða. Hann vann stundum eitt og annað fyrir fólk og var ánægður, ef hann fékk fæði og húsaskjól. Bömin vom hálfhrædd við hann, og hundarnir geltu að hon- um og engum þótti vænt um hann, því að hann var oft í illu skapi. Oftast talaði hann lítið eða hann svaraði skætingi, þegar á hann var yrt. Þegar jólin nálguðust, þá sá Ithar, að allir vom að undir- búa jólagjafimar sínar, og þá þótti honum leiðinlegt að hafa sjálfur ekkert til þess að gefa. Á aðfangadagskvöld kom hann frá vinnu og leið hans la fram hjá kirkjunni. Hann sá, að þar var skuggsýnt inni, en þó logaði ljós á einum lampa og lýsti eins og glitrandi stjarna. Ithar fór inn í kirkjuna og kraup við einn kirkjubekkinn. Á einum stað í kirkjunni hafði verið útbúin eins konar eftir- líking af fjárhúsinu í Betlehem. Þar mátti sjá Maríu og Jósef og ungbamið, sem hvíldi í jötunni, hirðana, sem gáfu því lömb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.