Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 79
BARÁTTAN FYRIR LÍFSSKOÐUN 329
Ég ætla að nefna fáein atriði, sem hafa ráðið úrslitum
fyrir sjálfan mig.
Fyrst almenn reynsla.
Ég hefi átt því láni að fagna að eiga mikið samlíf við
trúhneigða menn, bæði heima og í útlöndum. Og það,
sem ég hefi séð skýrt af lífi þessara manna, hefir alltaf
hrifið mig. Ég hefi orðið gagntekinn af því að sjá, hvemig
trúarreynslan — svo framarlega sem hún hefir verið sönn
— hefir gefið þessum mönnum öryggi, fótfestu í allri
óvissunni, eilífðargildi, sem hefir vigt líf þeirra, veitt því
nýtt gildi og markmið og eflt kraft þeirra til góðs.
Kristindómurinn er vissulega ekki aðeins nauðlending
fyrir þreyttar sálir, eða „ópíum fyrir fólkið“, eins og sagt
hefir verið. Hann getur orðið það, að vísu, og ég hefi allt-
af verið hræddur við þá hættu, sem getur leynzt í þeirri
trú, er leggur alla áherzlu á líf í öðrum komanda heimi.
En þetta er ekki höfuðeinkenni kristindómsins. Þvert á
móti. Þekking mín á trúarbragðasögunni og kynni mín af
sönnum, kristnum mönnum nú á dögum gefa mér djörf-
ung til að segja: Kristindómurinn lætur sanna, kristna
menn verða frjálsa og sterka og öðlast þá stefnufestu, er
einkennir göfugt, siðferðilegt líf.
Þannig hefir þetta í raun og veru alltaf komið mér
fyrir sjónir. Og það, sem ég hefi þannig séð og lært af
blessun kristindómsins fyrir aðra, það hefir alltaf varð-
veitt persónulega löngun mína til þess að eiga sjálfur eitt-
hvað af hinu sama. Þessvegna gat ég heldur aldrei sagt
skilið við kristindóminn, enda þótt ég gagnrýndi hann
mjög árum saman.
En hvernig finna menn þá leiðina inn í heim kristin-
áómsins?
Til Guðs geta legið ýmsar leiðir. Og það er f jarri mér
að halda því fram, að sú, sem ég gekk, sé eina rétta leiðin.
Ég endurtek það, sem ég byrjaði á: Sérhver af oss á við
sitt að stríða, og öll verðum vér að lokum að berjast
til sigurs.