Kirkjuritið - 01.12.1951, Qupperneq 68
318
KIRKJURITIÐ
Það er líklega einnig eitthvað af hinu sama, sem hver
og einn af oss getur lifað í smærri stíl, þegar bernsku-
árin eru á enda og vér opnum augun, ungir piltar og
stúlkur. Þá gleymum vér ævintýraheiminum umhverfis
bernskuhólinn. Vér sjáum jörðina sjálfa bjóða oss alla feg-
urð sína og gleði.
Af þessu leiðir, að mannlífið allt verður víðfeðmara.
Og það er þetta, sem hefir einkennt alla þróunina í Ev-
rópu á síðari tímum. Þungamiðja tilverunnar hefir færzt
til. Hún verður hér, en ekki í öðrum og komanda heimi.
Smám saman hefir mönnum auðnazt með nær fullkominni
tækni að leggja undir sig jörðina og öfl hennar. Og kyn-
slóðin hefir orðið tengd traustari og traustari böndum við
veruleikann og leitar nú að markmiði og tilgangi tilverunn-
ar með einbeittu starfi á öllum svðum veruleikans. Jafnvel
náttúruheimurinn er orðinn svo auðugur, að trúarheim-
urinn fyrir handan hefir bliknað í augum flestra og fjar-
lægzt harla mjög.
Ég þarf ekki að fara nánar út í það hér, hvemig öll
þessi raunhæfa jarðbundna lífsafstaða hefir birzt í lífs-
slcoðun efnishyggiunnar, sem reynir með ví'sindalegum
hætti að skýra alla tilvemna og allt líf — líka sálarlífið
— á þann veg, að ókunnar efniseindir séu að verki, lög-
bundnar örlöglausar.
Eins og vér vitum, var það einkum síðasta áratug síð-
ustu aldar, sem efnishyggjan mótaði hugsunarhátt manna,
Og svo viss þóttust vísindin þá vera í sinni sök, að þau
töldu tilgang lífsins leiddan í ljós í eitt skipti fyrir öll.
Þegar allar gátur veraldarinnar og lífsins voru ráðnar,
þegar öll tilveran var liðuð í sundur í lögbundið samspil
efnisafla, þegar mennimir höfðu lært með aðstoð vísind-
anna að beizla tæknilega öll náttúmöflin — þá gat auð-
vitað markmið lífsins hvergi annars staðar verið en í
þessum heimi, það var í því fólgið að nema jörðina, ráða
yfir henni og hafa sem mest not jarðlífsins. Að leita tak-
marks lífsins í annarri tilveru — leita fyrst Guðs ríkis,