Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 12
nœuarr.
Ýms íslenzk samtíðarskáld, og sum hin kunnustu í
þeirra hópi, svo sem Einar Benediktsson, Davíð Stefáns-
son, Jakob Jóh. Smári og Jón Magnússon, hafa ort fagra
sálma, er teknir hafa verið upp í nýjustu útgáfu (1945)
af Sálmabókinni.
Þó mun óhætt mega segja, að af íslenzkum skáldum,
sem nú eru uppi, hafi þeir séra Friðrik Friðriksson dr.
theol. og Valdimar V. Snævarr skólastjóri lagt mesta rækt
við sálmaskáldskap. Eftir séra Friðrik eru margir ágætir
sálmar, frumsamdir og þýddir, í nýju Sálmabókinni, og
einnig eru þar sumir af fegurstu sálmum Valdemars skóla-
stjóra. Miklu sannari mynd af honum sem sálmaskáldi er
þó að finna í sálmasöfnum þeim og andlegra ljóða, sem
hann hefir gefið út.
Hann heitir fullu nafni Valdemar Valvesson Snævarr og
er fæddur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd 22. ágúst 1883.
Lauk gagnfræðaprófi í Möðruvallaskóla 1901, stundaði
framhaldsnám næstu árin, varð því næst skólastjóri barna-
skólans á Húsavík 1903—14, og síðan skólastjóri í Nesi í