Kirkjuritið - 01.12.1951, Síða 82
r
haldin í Saurbæ 26. ágúst 1951 af séra Sigurjóni Guðjónssyni
Bæn.
Góði Guð! Á helgri stund komum vér fram fyrir þig til þess
að lofa þig og þakka þér allan kærleika þinn, náð og miskunn-
semi við oss breyska og synduga menn, til að þakka þér heil-
agt orð þitt og athafnir oss til hjálpræðis.
Vér þökkum þér fyrir vitnisburð vottanna trúu og sönnu,
er þú hefir gefið vorri litlu þjóð, fyrir leiðtogana, sem orð þitt
hafa til vor talað. Gef oss styrk, að vér megum líkja eftir trú
þeirra og berjast hinni góðu baráttu allt til enda.
En öllu öðru fremur þökkum vér þér fyrir Jesúm Krist,
frelsara vom og Drottin, sem er í gær og í dag hinn sami og
um aldir, ímynd veru þinnar, ljómi dýrðar þinnar.
Set oss nú og ávallt fyrir sjónir krossinn hans, sigurmerkið,
er til lífsins leiðir, ljósið á vegum vorum, líknina í dauðanum-
Amen. —
Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs
orð hafa til yðar talað; virðið fyrir yður
hvernig ævi þeirra lauk, og líkið síðan
eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í g#r
og í dag hinn sami og um aldir.
Hebr. 13, 7—8.
Því erum vér hér saman komin í Saurbæ í dag, að vér
viljum minnast leiðtoga, sem Guðs orð hefir til vor tal-
að, ekki aðeins til vor, er nú lifum, heldur feðra vorra og
mæðra hátt á 3. öld, leiðtoga, er tala mun til hinna óbornu,
sem landið eiga að erfa, meðan íslenzk tunga lifir og tru-
in á Jesúm Krist á hljómgrunn í hjörtum landsins barna.