Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 85
MINNINGARRÆÐA
335
fylgjur ár frá ári. Eigi var til svo lítill karl, að hann liti
ekki niður á þenna misheppnaða mann. Hann átti að vísu
vopn og verju: ferskeytluna, er varð stundum í höndum
hans hvöss eins og byssustingur.
En hann átti annað betra. Eitt öruggt hlífðarskjól:
trúna — trúna á Jesúm Krist, sem kom í heiminn til að
frelsa synduga menn. Og trúna hafði hann öðlazt, eins og
reisusálmur hans til íslands, ortur nokkrum árum áður,
ber órækan vott um. Hann varð prestur á Hvalsnesi og
hlaut þar litla virðing, en auðgaðist þar að þungri lífs-
reynslu að missa þar barn sitt, er var honum hjartfólgn-
ast. Að elska og missa. Er annað til, sem dýpkar og
göfgar skapgerð mikilla manna meira en einmitt þetta?
Fyrri ár sr. Hallgríms í Saurbæ er blómatími ævi hans,
og honum ver hann til að yrkja meistaraverk sitt —
Passíusálmana. Dómur margra kynslóða um þá er fall-
inn. Það er bókin, er þjóðin hefir elskað mest. Um lang-
ar, strangar aldir Ijós hennar, líf og von. Með þeim hefir
kristin móðir veitt ungu barni sínu ina fyrstu innsýn í
heima trúarlífsins. 1 þá hefir verið sótt síðasta bænar-
andvarp hins deyjandi manns. — Sú skoðun var lengi
ríkjandi, að þeir væru ortir af blásnauðum, holdsveikum
manni, og væru því stuna og neyðaróp hins hrjáða manns,
en svo er ekki. Þeir eru ortir af manni, er bjó við sæmi-
leg kjör og fulla likamshreysti. — Sálmarnir eru bornir
uppi af tveim meginskautum: þungri syndavitund og heitri
Kristselsku. Með þeim er séra Hallgrímur að borga skuld,
sem aldrei verður þó greidd — skuldina við frelsara sinn
og Drottin, sem gaf líf sitt til lausnargjalds fyrir hann,
hinn synduga mann. — Passíusálmarnir eru hugvekja um
það, hvað Drottinn hefir fyrir oss gert, hugvekjan um
hinn líðanda þjón, er var kraminn vegna vorra misgjörða
og bar syndir vorar upp á tréð. — Skáldinu er mikið í
mun að minna á þenna kjarna kristindómsins:
Ó, Jesú, gef þinn anda mér,
allt svo verði til dýrðar þér