Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 50
300
KIRKJURITIÐ
egs. Rannsóknin leiddi í ljós, að brýn þörf var á meiri
og betri sérmenntun kristinfræðikennara. Þar sem prest-
ar önnuðust þessa kennslu, var slíkum menntunarskorti
að sjálfsögðu ekki til að dreifa, en það er mjög óvíða.
Flestir kristinfræðikennarar höfðu einungis hlotið venju-
lega kennaraskólamenntun, enda var á miklum meiri hluta
þeirra að heyra, að kennslan gengi erfiðlega. Báru þeir
það fyrir, að námsefnið væri of mikið, en verst væri, hve
illa þeir væru undir það búnir að kenna þessa námsgrein.
Hvort tveggja væri, að skólarnir væru illa búnir áhöld-
um, er nota mætti við kennsluna, og svo hitt, sem kæmi
sér enn verr, að kennaraskólamir veittu ekki æfingu í
neinum sérstökum kennsluaðferðum í kristnum fræðum.
„Institutt for kristen oppseting" hefir tekið að sér um-
bótastarf á þessu sviði. Nokkra undanfarna vetur hefir
það haldið uppi námskeiðum handa kristinfræðikennurum.
Þetta eru 7 mánaða námskeið, tvær stundir í viku hverri.
Mér gafst kostur á að vera tvo mánuði á slíku námskeiði,
og var kennslunni þá þannig hagað, að tveir menn héldu
stutt erindi, um afmarkað efni, en síðan sýndu tveir kenn-
arar, annar frá barnaskóla, en hinn frá gagnfræðaskóla,
hvernig hagkvæmast væri að leggja efnið fyrir nemend-
urna. Fjöldi kennara og kennaraefna sækir að jafnaði
námskeið þessi, oftast um 200 manns, og er af því ljóst,
að þau hafa náð vinsældum.
Þess má geta, að víða um Noreg og Danmörku eru
starfandi litlir fræðsluhringar á þessu sviði. Kynntist ég
nokkrum þeirra og leizt vel á. 1 þeim voru 8—10 þátt-
takendur, tveir skólastjórar og 6—8 kennarar, venjulegast
hver úr sínum skóla. Var oftast byrjað á stuttu erindi
um eitthvert ákveðið efni, en síðan rætt um það frá öll-
um hliðum. Námshringar þessir virðast gefa góða raun.
Þetta hvort tveggja, námskeiðin og fræðsluhringarnir,
bætir vissulega úr brýnni þörf. Mest er þó um það vert,
að „Institutt for kristen oppseting" hefir ákveðið að koma
upp skóla, þar sem kennarar og stúdentar geta fengið