Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 94
344
KIRKJURITIÐ
Svo fóp hann.
En María ætlaði að segja þeim, Hönnu og Leu, frá þessu
ævintýri, þegar þær kæmu heim frá markaðstorginu. En hve
hjartanlega þær mundu hlæja að því allar saman.
En samt fór það einhvern veginn svo, að þegar þær komu,
sagði hún þeim ekki neitt.
Eftir þetta kom Jónas oft, næstum vikulega, og stóð við
hliðið. En hann kom aldrei, nema hún væri ein heima.
Einu sinni sagði hann: „Ég er hræddur um, að þér finnist
húsið mitt lítið og dimmt."
María varð nú svo iðin og frábær við hannyrðir, að Hanna
frænka hennar dáðist að leikni hennar og handbragði.
Tíminn leið. Og einn morguninn svaraði Hanna engu, þegar
systurnar ætluðu að vekja hana. Hún var dáin.
Þegar þær komu frá jarðarförinni, beið þeirra maður, sem
þóttist hafa lánað frænku þeirra svo mikla peninga, að ekkert
var eftir af eignum hennar, þegar það allt var greitt. Þær voru
varnarlausar gagnvart þessum harðsnúna skuldheimtumanni.
Stóðu síðan uppi allslausar. Húsið, garðurinn, vinnutækin, allt
var selt.
Lea tók þann kost að fara til Tíberías-borgar. En þar réðist
hún til starfa við skrautsaum og vefnað handa hirðinni og
auðmönnunum. María vildi ekki flytja þangað. Hún sá ekki
annað en synd og skelfingu í þessari hræðilegu Heródesarborg.
„Ég ætla að gifta mig", sagið hún við Leu. Svo hvíslaði hún
að henni ævintýrinu um Jónas.
Lea fór ein til Tíberías-borgar, en María giftist Jónasi, fá-
tæka fiskimanninum, sem bjó í svo litlum húskofa, að þar
voru aðeins tvö herbergi. Einu húsgögnin voru: Rúmflet, borð,
kvörn við dyrastafinn, stólgarmur og brenglaður leirlampi.
María tók til í kofanum og gerði þar allt hreint og þokka-
legt og settist að með útsaumsgrindurnar sínar. Svo beið hún
hamingjunnar, hljóð og fögur. En von hennar brást. í stað
mildrar gleði æskunnar kom beiskja og hversdagsgrámi til-
breytingalausra daga. Starf hennar varð endalaust strit: Sækja
vatn, mala korn, þrífa fisk og flytja hann á markaðstorgið-
Að lokum voru fallegu, hvítu hendurnar hrjúfar og upprifnar.
Hún gat ekki snert á fíngerðu silkinu framar.
Svona leið tíminn. Og áður en Jónas gæti keypt bát, varð