Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 94

Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 94
344 KIRKJURITIÐ Svo fóp hann. En María ætlaði að segja þeim, Hönnu og Leu, frá þessu ævintýri, þegar þær kæmu heim frá markaðstorginu. En hve hjartanlega þær mundu hlæja að því allar saman. En samt fór það einhvern veginn svo, að þegar þær komu, sagði hún þeim ekki neitt. Eftir þetta kom Jónas oft, næstum vikulega, og stóð við hliðið. En hann kom aldrei, nema hún væri ein heima. Einu sinni sagði hann: „Ég er hræddur um, að þér finnist húsið mitt lítið og dimmt." María varð nú svo iðin og frábær við hannyrðir, að Hanna frænka hennar dáðist að leikni hennar og handbragði. Tíminn leið. Og einn morguninn svaraði Hanna engu, þegar systurnar ætluðu að vekja hana. Hún var dáin. Þegar þær komu frá jarðarförinni, beið þeirra maður, sem þóttist hafa lánað frænku þeirra svo mikla peninga, að ekkert var eftir af eignum hennar, þegar það allt var greitt. Þær voru varnarlausar gagnvart þessum harðsnúna skuldheimtumanni. Stóðu síðan uppi allslausar. Húsið, garðurinn, vinnutækin, allt var selt. Lea tók þann kost að fara til Tíberías-borgar. En þar réðist hún til starfa við skrautsaum og vefnað handa hirðinni og auðmönnunum. María vildi ekki flytja þangað. Hún sá ekki annað en synd og skelfingu í þessari hræðilegu Heródesarborg. „Ég ætla að gifta mig", sagið hún við Leu. Svo hvíslaði hún að henni ævintýrinu um Jónas. Lea fór ein til Tíberías-borgar, en María giftist Jónasi, fá- tæka fiskimanninum, sem bjó í svo litlum húskofa, að þar voru aðeins tvö herbergi. Einu húsgögnin voru: Rúmflet, borð, kvörn við dyrastafinn, stólgarmur og brenglaður leirlampi. María tók til í kofanum og gerði þar allt hreint og þokka- legt og settist að með útsaumsgrindurnar sínar. Svo beið hún hamingjunnar, hljóð og fögur. En von hennar brást. í stað mildrar gleði æskunnar kom beiskja og hversdagsgrámi til- breytingalausra daga. Starf hennar varð endalaust strit: Sækja vatn, mala korn, þrífa fisk og flytja hann á markaðstorgið- Að lokum voru fallegu, hvítu hendurnar hrjúfar og upprifnar. Hún gat ekki snert á fíngerðu silkinu framar. Svona leið tíminn. Og áður en Jónas gæti keypt bát, varð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.