Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 9
FRELSARI FÆDDUR
259
innar getur einn tekið upp þráðinn þar, sem annar hætti.
Þar kemur hverri kynslóð að notum það, sem undan-
gengnum kynslóðum hefir áunnizt. En þessu er ekki þann-
ig farið um andlegan þroska mannanna. Þar verður hver
einstaklingur að byrja á byrjuninni og feta sig hægt og
hægt upp á við, óháð því, hversu langt aðrir hafa kom-
izt á þroskabrautinni.
Á þessu má sjá, að ekki er undarlegt, þó að hægt gangi
með þroska mannkynsins sem heildar, þar sem ein kyn-
slóðin hefir svo afar takmarkað gagn af ávinningi ann-
arrar.
Þá verður þess líka að gæta, þegar talað er um magn-
leysi kristindómsins til að umbreyta mannlífinu, að þá
er það ekki kristindómnum að kenna, að meira hefir
ekki áimnizt en raun er á, heldur er það mönnunum
sjálfum að kenna.
Kristur verður aðeins þeim að liði, sem þiggja vilja
liðveizlu hans og hjálp. Hann verður aðeins frelsari þeirra,
sem vilja það og gera sér af alefli far um, að svo verði.
Hann „vill aðeins laða, leiða lýð, en ei með valdi neyða.“
Þeir, sem ekkert vilja hafa saman við hann að sælda,
verður hann óhjákvæmilega til falls, en ekki viðreisnar.
Þetta ber að athuga, að sökin er hjá oss, en ekki Kristi.
Eða hvað mundum vér segja um það, ef nemandi, sem
ekkert vildi læra, skellti svo allri skuldinni af vankunn-
á.ttu sinni á kennarana?
Nei, líkt og sá, sem ekki vill læra, lærir ekkert, hversu
góða kennara sem hann hefir, svo frelsast heldur ekki sá,
sem ekki vill hlýða boðum Krists og hirðir ekki um það
að taka framförum í kristilegu hugarfari og líferni.
Frelsunin er ekki fólgin í því, að manni sé hlíft við
verðskulduðum afleiðingum heimskustrika sinna, sú frels-
unaraðferð væri enda hæpin velgerningur, heldur er hún
fólgin í því að vaxa frá heimskustrikunum, hún er fólgin
í auknum þroska hins innra manns, gæzku hjartans og
göfgi hugarfarsins.