Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 9
FRELSARI FÆDDUR 259 innar getur einn tekið upp þráðinn þar, sem annar hætti. Þar kemur hverri kynslóð að notum það, sem undan- gengnum kynslóðum hefir áunnizt. En þessu er ekki þann- ig farið um andlegan þroska mannanna. Þar verður hver einstaklingur að byrja á byrjuninni og feta sig hægt og hægt upp á við, óháð því, hversu langt aðrir hafa kom- izt á þroskabrautinni. Á þessu má sjá, að ekki er undarlegt, þó að hægt gangi með þroska mannkynsins sem heildar, þar sem ein kyn- slóðin hefir svo afar takmarkað gagn af ávinningi ann- arrar. Þá verður þess líka að gæta, þegar talað er um magn- leysi kristindómsins til að umbreyta mannlífinu, að þá er það ekki kristindómnum að kenna, að meira hefir ekki áimnizt en raun er á, heldur er það mönnunum sjálfum að kenna. Kristur verður aðeins þeim að liði, sem þiggja vilja liðveizlu hans og hjálp. Hann verður aðeins frelsari þeirra, sem vilja það og gera sér af alefli far um, að svo verði. Hann „vill aðeins laða, leiða lýð, en ei með valdi neyða.“ Þeir, sem ekkert vilja hafa saman við hann að sælda, verður hann óhjákvæmilega til falls, en ekki viðreisnar. Þetta ber að athuga, að sökin er hjá oss, en ekki Kristi. Eða hvað mundum vér segja um það, ef nemandi, sem ekkert vildi læra, skellti svo allri skuldinni af vankunn- á.ttu sinni á kennarana? Nei, líkt og sá, sem ekki vill læra, lærir ekkert, hversu góða kennara sem hann hefir, svo frelsast heldur ekki sá, sem ekki vill hlýða boðum Krists og hirðir ekki um það að taka framförum í kristilegu hugarfari og líferni. Frelsunin er ekki fólgin í því, að manni sé hlíft við verðskulduðum afleiðingum heimskustrika sinna, sú frels- unaraðferð væri enda hæpin velgerningur, heldur er hún fólgin í því að vaxa frá heimskustrikunum, hún er fólgin í auknum þroska hins innra manns, gæzku hjartans og göfgi hugarfarsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.