Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 75
BARÁTTAN FYRIR LÍFSSKOÐUN
325
þessarar hugsjónaviðleitni og ásigkomulagsins, sem vér
erum í reyndinni. Vér erum ekki vaxin heiminum, ekk-
ert af oss.
Bezt finnum vér það í sambandi við viljann til þess,
sem gott er. Það er vísast svo um oss öll, að aldrei þykj-
umst vér jafn örugg um dýpstu lífsþrá vora eins og þegar
hugsjón góðleikans birtist oss sem lögmál vilja vors. En
aldrei blygðumst vér vor heldur meir en þá. Því að oss
lærist smám saman að skilja, að munur er i þvi aö vilja
það, sem gott er, og gjöra þaö í raun og veru.
Oftast komumst vér ekki lengra en það að finna, hvað
rétt er og tala það. Hjarta vort er tvískipt og vilji vor,
og oss auðnast ekki að stíga það spor persónulega, sem
rétt er, af því að oss skortir styrkinn, en í því felst að
vera sjálf slík sem vér viljum, að aðrir séu.
Þeir af oss, sem sjá ljóst þennan mun, munu finna til
eins konar innri óróleika. Hann getur komið yfir oss eins
og lömun á framkvæmdaþrekinu. Og stundum finnum vér
vísast þrá eftir alveg nýjum heimi, þar sem vér getum
gjört betur en áður og bætt fyrir það, sem vér höfum
gjört meðbræðrum vorum rangt viljandi eða óviljandi.
# # #
Þannig virðist mér hvortveggja þessi vanmáttartilfinn-
ing marka að miklu leyti þrá mannsins eftir styrkri lífs-
skoðun. Meðvitundin um fallvelti allra hluta og þróttleysi
vort vekur hafrót hjartans, sem æsist því meir sem til-
finning vor er dýpri og hugsun skarpari.
Spurningamar, sem vér leitum svars við, eru þessar:
Hvar finnum vér eitthvað það, sem getur veitt lífi vom
öryggi í allri óvissunni? Hvar finnum vér eitthvað það,
sem getur leyst oss frá vanmáttartilfinningunni, eitthvað,
sem sættir oss við lög lífsins, sem vér emm stöðugt að
brjóta? Og hvar finnum vér það, sem getur veitt anda
vorum vald yfir náttúrunni og styrkt oss til dáða í' þjón-
ustu þess, sem gott er?
öryggij innra frelsi, afl i þjónustu þess, sem gott er —