Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 55
SÉRA R. MAGNÚS JÓNSSON 305
laust þær stundir, sem honum voru Ijúfastar, en fór þar
einförum mestan hluta ævinnar.
Fyrri kona hans var Guðný Benediktsdóttir, húnvetnsk
kona, greind og góð, og lifa þrjú börn þeirra hér í heimi.
Síðari kona hans, einnig látin, var Vilhelmína Hjaltadótt-
ir, ættuð úr Isaf jarðardjúpi.
Eins og nú er orðið hljótt um hinn gamla, glaðværa
prest, svo er nú orðið hljótt yfir byggðinni, þar sem hann
starfaði lengst. I Aðalvík var mannmargt lengst prests-
skaparára séra R. Magnúsar, veiðistöðvar stórar, athafna-
líf mikið, borið uppi af dugnaðar- og mannkostafólki, efn-
aðir bændur og góðar húsfreyjur. Nú er þessu öllu lokið,
að kalla má. Húsin standa mannlaus, víða rammbyggð af
heimafengnum rekaviði, og verstöðvamar hljóðar. Um því
nær alla þessa byggð, sem áður var blómleg, má fara, svo
að enginn sé til svara, þegar að dyrum er barið, fólkið er
farið. I því nær mannlausa byggð og á mannlaust prests-
setur var lík gamla mannsins flutt á fögrum en hljóðum
haustdegi. Þar hafði hann kosið sér leg í hinum vígða reit
hjá vinum sínum, þar sem hann hafði sjálfur sungið til
moldar síðustu kynslóðina, sem lifði og dó í Aðalvík.
Jón Aicðuns.
BARNI SDLIN BRDBTI VIÐ
Prestur nokkur var á ferð á Austurlandi, kom þar að bæ
einum og kvaddi dyra. Enginn kom fram. En bæjardyrahurð
var ólæst, svo að hann gekk inn göngin og upp í baðstofu.
Þar var ekki annað manna en lítið bam, sem hafði skriðið
UPP í gluggakistu og hjalaði út í sólskinið.
Prestur horfði um stund þögull á þessa sjón og kvað síð-
an vísu þessa:
Barni sólin brosti við,
barnið aftur hló við sunnu.
Svona Ijós og sakleysið
saman eins og vinir runnu.