Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 14
264
KIRKJURITIÐ
Kom blessuð, þú nótt, sem boðar frið.
Kom blessuð til Islandsstrandar.
Kom blessað, þú heilagt himnalið,
með harmbót til allra landa.
Kom, drottinn, og set þú sátt og frið
og sendu oss helgan anda.
Það dimmir svo oft í heimi hér;
því hroki og sundrung veldur.
Og útskúfað friðarengli er,
en ofstopinn velli heldur.
— En jólanna helgi um hjörtun fer
sem hreinsandi drottins eldur.
Þá bjóða menn fúsir bróðurhönd.
Þá birtir í hugans leynum.
Þá knýtast af nýju brostin bönd.
Þá bætt er úr sárum meinum.
Og þá er sem tengist land við lönd
í Ijómandi kærleik hreinum.
Þú eilífa ljós — þú sólna sól,
ó, sendu oss nýjan anda.
Gef, ástúð, sem grípur oss um jól,
að eilífu megi standa.
Ó, ver hverri sálu vöm og skjól,
svo voðinn ei megi oss granda.
Richard Beck.