Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 13
SÁLMASKÁLDIÐ VALD. SNÆVARR
263
Norðfirði fram til 1943. En ýms önnur störf hafði hann
jafnframt með höndum, og hefir ritað kennslubækur, með-
al annars Kirkjusögu (1943). Hann hefir þá einnig látið
sig kirkjumál miklu skipta, og setið í stjórn almennra
kirkjufunda árum saman. Ennfremur hefir hann ritað
greinar í blöð og tímarit, íslenzk og dönsk.
Langt er síðan sálmar og andleg ljóð Valdemars fóru
að birtast í íslenzkum blöðum og tímaritum, og vöktu
þau athygli ljóðelskra manna, ekki sízt þeirra, er sálma-
skáldskap unna. Fyrsta ljóðasafn hans, Helgist þitt nafn
(Söngvar andlegs efnis), kom út í Reykjavík 1922; „lítil
bók, en full af fegurð og friði“, eins og prófessor Magnús
Jónsson sagði um hana í ritdómi í Eimreiðinni það ár.
Sálmar þessir og söngvar báru fagurt vitni djúpri trú-
hneigð og víðsýni höfundarins. Meðal annarra fagurra og
aðlaðandi sálma var þar hinn gullfallegi sálmur „Vottar
Krists“, sem að verðugu hefir verið (Þú, Kristur ástvin
alls sem lifir) tekinn upp í nýju Sálmabókina.
Árið 1946 kom síðan út á Akureyri nýtt safn sálma
og andlegra ljóða eftir Valdemar skólastjóra, Syng Guði
dýrð. Eru rúmlega 40 sálmar og ljóð í safninu, frumort
og þýtt.
Hér er sama víðsýnið í skoðunum, sama óbifanlega
trúartraustið, og þungamiðjan sem fyrri siðferðisboðskap-
Ur kristindómsins og siðbætandi og manngöfgandi sigur-
máttur hans. Fagur og áhrifamikill í látleysi sínu er sálm-
urinn „Vér trúum — þó að logi lágt vort litla trúarskar".
Hreimmikill og hrífandi er einnig þakkarsálmurinn í til-
ofni af stofnun íslenzka lýðveldisins,
Margt er annars prýðisgóðra og trúarheitra sálma í
safninu, frumortra og þýddra. En mér sýnist fara vel
ú því að ljúka þessari stuttorðu umsögn, sem rituð er
uieð jólin í huga, á eftirfarandi jólasálmi, sem lýsir fag-
urlega lífsskoðun höfundarins, heitri trú hans og hugsjóna-
ast, og er einnig sérstaklega tímabær, eins og nú er um-
horfs í heiminum (Lag: „Þann signaða dag“):