Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 96

Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 96
346 KIRKJURITIÐ „Vildi systir hennar ekki flytja til hennar? Enn þá var það ekki of seint." IVIaría háði erfiða baráttu. Hún hugsaði um öll þau þægindi og allsnægtir, sem biðu hennar í hinni fögru borg. En annars vegar var heimilið, maður hennar og börn. Hún glímdi við þetta hræðilega verkefni, en komst ekki að neinni niðurstöðu. Ef til vill gæti hún hugsað skýrar á morgun. Hún vann allan morguninn, og það var komið hádegi, þegar Markús kom hlaupandi heim, þeytti frá sér körfunni og æpti: „Mamma, mamma, meistarinn, sem ég sagði þér, að hefði lækn- að máttlausa manninn, er þarna við vatnið uppi í hæðunum, og ég held bara, að allt fólkið úr Kapernaum og Betsaída sé farið þangað, til að hlusta á hann. Mamma, viltu lofa mér að fara líka, gerðu það mamma, mig langar svo mikið til að sjá hann.“ Rödd hans var áköf og full löngunar. „Þú verður að borða fyrst", sagði María. „Ég er ekkert svangur, mamma. Ég þori ekki að tefja. Ég verð að ná fólkinu, annars get ég misst af honurn." „En þú verður að borða, barn“, sagði María. „Hérna, ég var að baka þessi byggbrauð, og þarna eru tveir smáfiskar, hafðu þetta með þér. Þú getur borðað það á leiðinni. Og þú mátt ekki vera lengur en til sólarlags." Degi var tekið að halla. María var sístarfandi, og í hugan- um barðist hún við uppgjöfina. Sólin nálgaðist vesturfjöllin, en Markús var enn ekki kominn. Þá var það, að hún lagði af stað burt úr þorpinu út á hamra- klifið, þar sem hún hafði fleygt sér niður á steininn í kyrrð síðdegisins. En nú gekk hún niður að ströndinni. Þar voru menn í bát- um. Þeir fluttu fólkið yfir vatnið. Henni var vísað á stað, þar sem fólkið hafði safnazt saman. Hún gekk upp á hæstu hæð- ina, en efst í brekkunni hinum megin sat mannfjöldinn og hlustaði á mann, sem hún var rétt komin að. Hann stóð þarna nærri efst á hæðinni. Dýrð og friður sólarlagsins Ijómaði um höfuð hans og andlit, meðan hann talaði. Hún læddist ennþá nær, og þá greindi hún betur svip hans. Hún sá, að þar bland- aðist saman hyldjúp þrá, þjáning og sorg, sem á engin orð. En andlit hans lýsti einnig kærleika, samúð og ómælanlegum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.