Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 84

Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 84
334 KrRKJURITIÐ var þá í blóma aldurs síns, 37 ára gamall. Fullyrða má, að honum hafi ekki verið þessi staður og þessi byggð með öllu ókunn áður, þar eð hann hafði um alllangt skeið dvalið í næst-næstu sveit hjá velgjörðamanni sínum, Árna lögréttumanni á Ytra-Hólmi. Honum hefir litizt hér vel á sig, faðmur Hvalfjarðar hefir heillað hann. Presturinn skóp þessum stað og umhverfi hans þá sögu, er eigi gleymist. Það var vor. Spóinn vall í mónum, og tjaldurinn trítl- aði í f jörusandinum. Loftið var fullt af lífi og gleði. Björk- in í bæjarhlíðinni sprungin út og angan hennar ljúf sem ódáinsveig. Léttar bárur hjöluðu við hála hleina, og blá- skikkjur féllu að Botnssúlum og fjallaröðunum, er um- lykja þenna fagra fjörð. Hingað hafði fæti hans verið stýrt eftir langa hrakninga og harla næðingasama ævi, þegar litið er til þess, hve ungur hann var. Nú var sem hann væri að ná höfn, og sú tilfinning hefir sennilega gripið hann, að héðan mundi hann ekki sjálfviljugur fara. — Hann var reiðubúinn til að gefa Guði dýrðina. Undarlegur var ferill þessa prests. Gáfaður piltur. Ná- frændi herra Guðbrands, alinn upp og settur til mennta á sjálfum Hólastað. Lá ekki rakin leið til frama og met- orða? Ónei, einhver hulin hönd leiðir hann burt frá þessu öllu saman. Hann fer í fjarlægt land, sætir þar þungum kjörum til þess að geta dregið fram lífið, býr við harð- rétti iðnsveina þeirra tíma, jafnvel högg og barsmíð. — En hamingjusólin hlær við honum öðru sinni. Meistari Brynjólfur finnur hann, setur hann til mennta og fylgist með honum. Járnreksturinn var ekki hinn rétti starfs- vettvangur þessa pilts. Námið gekk vel. Hinn áskildi tími var senn á enda. Vantaði herzlumuninn. — Kona kom inn í líf hans, er varð gæfa hans og ógæfa í senn. Fyrir hana yfirgefur hann allt og flýr. öðru sinni bregzt hann vonum manna. Ham- ingjusólin fór í felur. Gremi meistara Brynjólfs, háð og spé, illt umtal og atvinnuleysi elta hann eins og spakar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.