Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 5

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 5
Sigurbjörn Einarsson, biskup: Vígsluræða á Skálholti I Jesaja spádóm, 52. kap., segir svo: Hefjið gleðisöng, lirópið íagnaðaróp allar í einu, þér eyðirústir, því að Drottinn liuggar lýð sinn, leysir Jerúsalem. Og Haggai spámaður segir í 2. kap.: Ég mun fylla liús þetta dýrð, segir Drottinn allslierjar. Mitt er silfrið og mitt er gullið. Hin síðari dýrð þessa musteris muni meiri verða en hin fyrri var, segir Drottinn allsherjar, og ég mun veita lieill á þessum stað. Eyðirústir skulu hefja gleðisöngva og hrópa fagnaðaróp, því Drottinn reisir hið fallna og leysir úr álögum, segir spámaður- inn, og það, sem hann boðar, er að rætast liér og nú. Á helg- ustum grunni vors lands, sem áður var eyddur að kalla um sinn, er risið musteri, lofgjörð í sjálfu sér, þar sem það lyftir ásýnd sinni yfir staðinn og í dag er hafinn upp lofsöngur í þessu liúsi, sem bergmálar um allt ísland. Skálholt fagnar, Skálholt skín að nýju. Að vísu hefur þetta lielga nafn aldrei misst Ijóma sinn. Hús gátu hrunið, gersemar glatast, ákvæði gleymzt, allt liorfið af staðnum, sem auga sér, en það var meira eftir en allt, sem héðan livarf. Skálliolt var auðugra í auðn og örbirgð en hver staður annar á landi hér. Þú komst hér fyrr og gekkst um eyði- rústir, þú stóðst á Fornastöðli, í Kirkjukinn, við Þorláksbúð, og blæjan grænna stráa sviptist frá, þögnin fór að tala. Tóftin, sigin í jörð, steinninn úr gamalli hleðslu, það voru rammar rúnir í þessum sprekum, sem flutu uppi á gleymskunnar hyl. Þú skynjaðir harminn í þessu hljóða máli, tregann, sársaukann, seni var í ætt við stefið um Isalands óliamingju. En meira bjó í máli rústanna, því Skálholt er stærra en staðurinn, minningin meiri en afdrif lians. Skálliolt sögunnar er ekki bundið stað né

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.