Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 9

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 9
Asgeir Ásgeirsson, forseti íslands: Herra biskup, góSir tslendingar og gestir! Tuttugasta öldin er hin nýja landnámsöld Islands. Á fáum áratugum hefur þjóðin reist fleiri, veglegri og varanlegri bygg- ingar en dæmi finnast til frá upphafi íslands hyggðar, bæði í sveit og bæ. En í þessari þróun dróst kirkjan aftur úr allt of víða. Timburkirkjurnar, sem leystu torfkirkjurnar af liólmi, voru að vísu margar laglegar, en þær hrörnuðu fljótt. örfáar kirkjur voru úr varanlegu efni, og þær liafa orðið þjóðinni kærar. Misræmið milli mannabústaða og guðsliúsa óx og varð áhyggjuefni. En hvergi var þó niðurlægingin meir áberandi en á hinum fornhelga stað, Skálholti, þar sem móðurkirkja og höfuðkirkja Islands liafði fyrrum staðið, enda rúmlega hálf önnur öld síðan fjárkláði, móðuharðindi og önnur áföll höfðu kippt fótunum, fjárliagslega, undan stólnum. Sii raunasaga verður hér ekki nánar rakin. Við batnandi hag liafa breytingar orðið í þessu efni. Veglegar kirkjur liafa risið og eru enn að rísa víðsvegar um land, úr varanlegu efni, sem standast mun tímans tönn um ókomnar aldir. Það er gleðiefni hve almenningur Iiefur sýnt mikinn áhuga og fórnfýsi um kirkjubygging, og ekki síður Iiitt, hve sanvtaka fólk er ahnennt um þessi mál, þó hér sé á stundum fleira gert að ágreiningsefni en nauðsyn ber til. Kirkjan er einingarafl með þjóð vorri. Án kirkju vilja menn ekki vera, kirkju sem setur svip sinn á byggðarlagið, kirkju, þar sem safnast er saman á gleði- og alvörustundum lífsins til tilbeiðslu og sálubótar. Svo er fyrir þakkandi, að Skálholt liefur ekki orðið útundan. Kristnisagan liefur kallað á framkvæmdir. Að vísu getum vér ekki byggt upp livern sögustað. En Skálholt er í kirkjusögunni sambærilegt við Þingvelli í stjórnmálasögunni, og þannig í sveit sett, að staðurinn getur jafnt þjónað nútíð og framtíð sem fortíðinni. Staðurinn er miðsveitis milli lieiða og jökla, fjalls

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.