Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 30

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 30
316 KiitKjuitiTin bar honum til handa og hinum vitrustu mönnum þóttu hinir mestu kraftar fylgja“, segir sagan. Sonur Isleifs var Gissur biskup. Um hann segir Hungurvaka: „Það hefur verið allra vitra manna mál, að hann hafi af guðs góðgift og sjálfs sinni atgjörvi göfgastur maður verið á lslandi bæði lærðra manna og ólærðra“. Gissur biskup reisti veglega dómkirkju í Skálholti, þrítuga að lengd, og lagði til hennar allt Skálholtsland og mörg gæði önnur í löndum og lausafé, og kvað á síðan og lét lög á leggja, að þar skyldi ávallt biskupssetur vera meðan Island væri byggt. Þá getur Hungurvaka þess til merkis um að snemma liafi þess gætt, að Skálholti var ætlað meira en öðrum stöðum, að í tíð Isleifs biskups kom hingað til lands erlendur biskup, er Kolur hét og andaðist hann liér. Var hann grafinn að Skálholti, „og var sú kirkja fyrst prýdd tigins manns grefti, er að réttu kallast anilleg móðir allra annara vígðra Inisa á lslandi“. Biskupsstóll stóð í Skálholti frá miðri 11. öld fram til loka 18. aldar, eða um 7^4 öld. Þá var bæði biskupsstóll og skóli flutt þaðan, og um rúmlega hálfa aðra öld hefur „hin andlega móðir allra vígðra liúsa á lslandi“ verið í útlegð. Nii er þó dómkirkjan þar risin aftur, veglegri en nokkuru sinni fyrr. Ilér eru tímamót í sögu Skálholts og í sögu þjóðar- innar. „Kvörn guðanna malar bægt, en hún rnalar örugglega“. Forsjónin hefur ekki gleymt Skálholti. Þar var miðstöð liins andlega menningarlífs um aldir, og nú befst staðurinn aftur til vegs og virðingar. Þessa á þjóðin að minnast á verðugan bátt, með nýrri and- legri vakningu um leið og Skálboltsdómkirkja er vígð. Hún sé sameiningartákn þjóðarinnar. 1 krafti hennar skuluni vér liefja ilaglegar bænastundir fyrir friði og velgengni. Dagleg hænastund heillar þjóðar er ekki nýtt fyrirbrigði. Þegar varnir Frakka biluðu í seinni beimsstyrjöldinni og ber Breta var einangraður hjá Dunkirk og ekki var annað sýnna en að Þjóðverjar mundu eyða honum algjörlega, vegna þess að veður var svo vont að brezki flotinn gat ekki komið til lijálpar, þá skipaði Churchill svo fyrir, að klukkusláttur „Big Ben“ skyldi vera í útvarpinu daglega rétt á undan inn- lendum fréttum, og á þeirri stund skyldi öll brezka þjóðin sameinast í bæn um að hernum mætti bjarga.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.