Kirkjuritið - 01.07.1963, Síða 52
KIRKJUHITID
338
af særðum og deyjandi herniönnum, kirkjurnar voru fylllar,
ofí rað’ir þessara vesalinga lágu á götunum án uniliirðu eða
hjúkrunar.
Fáum árum áður hafð'i Florence Nigthingale getið sér hið
mikla frægðarorð í Krímsstríðinu, en milli liennar og Henri
Dunants varð síðar gagnkvæm aðdáun og virðing.
Ungi Svisslendingurinn tók þegar til óspilltra málanna að
lijúkra og líkna. Hann gerði tafarlaust eina af kirkjunum i
bænum að miðstöð hjúkrunarstarfsins og kvaddi konurnar i
Castiglione til hjálpar. Hermennirnir á Krím liöfðu gefið Flor-
ence Niglitingale nafnið „konan með lampann". Hermennirnir
frá Solferino gáfu Dunant nafnið „hvítklæddi maðurinn“, eii
þannig gekk hann á meðal þeirra nætur og daga. Um verzlun-
arerindið við Napóleon III. hirti liann ekki lengur. Hér var
stærra hlutverki að gegna.
Hann sneri lieim til Sviss örmagna en auðugri að reynslu,
sem liann skrásetti í lilla bók: Endurminning frá Solferino.
Þar lýsti liann skelfingu orustunnar og botnlausum þjáninguni
liinna sjúku og særðu hermanna. Og eldlegum orðum hvatti
liann til stofnunar alþjóðafélags, sem tæki að sér hjúkrunar-
og líknarstarf á vígvöllum.
Bókin vakli mikla atliygli. Þjóðhöfðingjar og valdhafar köU-
uðu Henri Dunant á fund sinn til að ræða við liann hugmyndir
hans. Hann var gæddur frábærum persónutöfrum og liæfileika
til að vinna menn á sitt mál.
Arið 1863 var Rauði Krossinn stofnaður undir forystu haus
og fjögurra vina hans í Genf, sem allir voru víðkunnir menn
og mikils metnir.
Ári síðar var hahlinn fundur í Genf, þar sem saman koniu
fulltrúar margra ríkja. Þar var fyrsta Genfarsamþykktin gerð,
til að tryggja meiri mannúð í hernaði og meira hjúkrunarstarf
en áður liafði verið mögulegt.
Nafn Dunants flaug frá landi til lands. Sumir frægustu rit-
liöfundar þeirra tíma hylltu hann. Victor Hugo sagði: „Þér
hervæðið mannúðina og vinnið í þjónustu friðarins. Ég dái hið
göfuga starf yðar“.
Ivonungshugsjón Dunants var sú, að Rauði Krossinn kapp-
kostaði að vera ævinlega viðbúinn til öflugrar hjálpar. Hann
var innblásinn maður, eldsál, gæddnr óvenjulegri viðræðugáfu