Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 55

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 55
KIRKJURITIÐ 341 Óðara streymdu að honum kveðjur, margs konar heiðurs- tákn og peningar. En liann liaggaðist ekki og sat kyrr í litla herberginu sínu í fátæklingahælinu í Heiden. Hann breytti ekki liögum sínum, þegar lionum voru veitt friðarverðlaun Nóbels, á móti öðrum manni, í fyrsta sinn, þegar þau friðar- verðlaun voru veitt, árið 1901. Hann var aftur orðinn efnaður maður. Lífsháttum sínum breytti liann ekki, en varði miklu fé til líknargjafa. LJt í heim- inn vildi liann ekki lialda aftur og afþakkaði heimboð þjóð- höfðingja og annarra, sem gerðu honum slíkt boð. Hann lifði heitu trúarlífi, hneigðist til íhugunar á dulrúnum og öðrum heimi, las í Ritningunni daglega og liafð'i vakandi auga með öll„ því, sem til líknar og mannúðar horfði. Hann andaðist 30. okt. 1910, 82 ára gamall. Duftker lians var lagt í gröf í kyrrþei. Líkfylgd var engin og minnisvarði var ekki settur á gröf lians. En Rauði Krossinn, langsamlega öflugasta og víðtækasta líknarfélag heims fyrr og síðar, er minnisvarði lians, félagið, sem nii á aldarafmæli sínu telur 170 milljónir meðlima í meira en 90 löndum. Starf Rauða Krossins er ekki lengur bundið við líknarhjálp • hernaði, eins og upphaflega var. Starfið er orðið miklu víð- tækara, en allt byggt á liugsjónum Henri Dunants. Henri Dunants var gæddur tvímælalausri snilligáfu að vissu marki, Líf hans var auðugt og stormasamt. Frá hátindi lieims- frægðar lá leið h ans niður í örbirgð og gleymsku. Og þaðan lá leið lians aftur til efna og aðdáunar. Hann lifði það, sem færri snillingar fá að lifa: Að sjá kon- ungsliugsjón sína verða að veruleika milljónum manna til bless- unar, og að verða hylltur sem einn af velgjörðamönnum mann- kyns. „Hvernig veiztu að Guð sé til?“ spurði maður nokkur kristinn Araba. »)Eins og ég sé það á sporunum í sandinum, ef maður eða skepna hefur farið um eyðimörkina“, var svarið.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.