Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 56

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 56
Gunnar Árnason: Pistlar Skálholt bíSur biskups síns Vígsla Skálholtskirkju var mikill viðburður. Afliending staS- arins í liendur kirkjunni merkilegt spor. Enginn getur neitað' að liiS fornfræga höfuðsetur hefur að nokkru risið úr rústum. Forgöngumenn þess allir eiga mikið lirós skilið. Hefur þeim orðið furðu mikið ágengnt, enda kom- ið í ljós að þjóðin öll stendur að baki þeim, skilur skuld sína við fortíðina og vill endurvekja það líf, sem legið hefur undir felhellu um langa hríð. En nú má ekki gera hlé á að hlása að glæðunum. Staðurinn er helgur af minningunum, en hann skapar ekki líf nú frekar en áður. Það voru biskuparnir, sem um aldirnar gerðu Skálholt og Hóla að höfuðstöðvum andlegs lífs og menn- ingar á Islandi. Hvorki afskekt Hóla né alls konar erfiðleikar og óáran, sem mæddi á báðum þessum stöðum gátu aftraö því. Það var skammsýnn smásálarskapur valdhafanna, sem lagði þá niður. Nýir skólar og aðrar ámóta framkvæmdir geta lyft þessum stöðum til nokkurrar virðingar, ef vel tekst til. En ekki endur- reist þá, eins og sannasl Iiefur á Hólum. Til þess er engin leið önnur en gera þá að biskupssetrum. Andlegir leiðtogar vekja alltaf nýtt líf og liefja livern stað í vitund almennings. Þjóðin er þegar nógu stór og efnuð til að hafa þrjá biskupa. Vígsluhiskuparnir hverfa þá að sjálfsögðu úr sögunni og próföstum má fækka um helming eða meira. Biskupsklæðin eru ]>egar sniðin og sauniuð í Skálliolti en ganga fljótlega úr sér og verða lil hörmungar, ef þau eru ekki notuð. Svo má ekki fara hér. Skállioltsdómkirkja má ekki bíða brúðguma síns lengi úr þessu. Og staðiirinn krefst þegar hús- hónda síns.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.