Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 57

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 57
KIUKJUIUTIÐ 343 F œreyjabiskup 16. júní síðastliðinn var J. Joensen prófastur í Þórsliöfn vígð- ur biskupsvígslu í Vor Frúarkirkju í Kaupmannahöfn, en liann hefur verið skipaður aðstoðarbiskup í Færeyjum. Voru þetta merk tímamót. Kristni harst til Færeyja á 11. öld um líkt leyti og til Islands og heyrðu evjarnar í fyrstu undir Björgvinjar- hiskup. Vonum bráðar urðu þær þó sjálfar biskupsdæmi. Erlendur kanoki frá Bergen er einna nafnkenndastur ka- þólskra biskupa, enda sat liann lengst á stóli (1268—1308). Hlaut liann leg í dómkirkju þeirri, sem liann vann að smíði u, en aldrei varð fullgerð. Fyrsti lúlherski biskupinn hét Jens Gregersen Riher (1540 —’57), Dani frá Rípum. Enginn skörungur. Síðan liefur emh- Kttið staðið laust í tæp 400 ár. Prófasturinn í Þórsliöfn fór þó í reyndinni að mestu með hiskupsvahl enda stóð á innsigli lians: Prœpositus et olim epi- scopus. Kunnastur þessara prófasta var Jacob Dahl (1878—1944), tttálsniRingurinn, sem endurlífgaði færeyskuna og fyrstur flutti alfæríska guðsþjónustu. Þegar Karl Hermansen var kirkjumálaráðherra Danmerkur fyrir um áratug, liafði liann hug á að endurreisa biskupstólana ;í Grænlandi og í Færeyjum. Það strandaði m. a. á andspyrnu Sjálandsbiskups. Og enn Iiefur aðeins náðst að kalla Joensen ^ðstoðarbiskup og telja hann eftir sem áður undirmann Sjá- hmdsbiskups svo sem gert var, þegar Hans Egede var forðum utnefndur Grænlandsbiskup. Jacob Joensen er Islendingum að góðu kunnur. Hann er mttaður frá Klaksvík, skipstjórasonur. Ólst upp við sjóinn. a. m. k. tvær vetrarvertíðir hér við land. Hófst af eigin ramleik. Tók guðfræðipróf 39 ára. Maður vel menntur, líkam- lega 0g andlega. Yfirlætislaus en mikilsvirtur af öllum, sem 'mfa af lionum nokkur kynni. Prófastur varð hann 1946. Hann 1‘ótti sjálfkiörinn á biskupsstólinn og mun vafalaust skiiia liann með prýði. Verður þess og vart langt að bíða að Færeyingar endurheimtí hiskupsstól sinn að fullu. Og er það vcl farið. Senn kemur líka nýr Garðabiskup á Grænlandi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.