Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 60

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 60
346 KIRKJURITIÐ stuðningsmaður Darwins. Báðir hafa þeir frændur reynzt and- snúnir í garð trúarbragðanna. 1 nefndri grein lieldur Huxley því fram, að kirkjan og trúarbrögðin almennt muni senn vera úr sögunni. Áhrifamáttur þeirra sé háður tímabundnum hug- sjónum og guðfræðikenningum. Takist trúarbrögðunum ekki að verða samstiga liinni síauknu þekkingu og þjóðfélagsum- bótum, né rás tíinans, svali þau æ minna öryggisþorsta al- mennings og álirif þeirra á samfélagið fari síþverrandi. Þar komi að loftkastalar jieirra falli í rúst. Vár Kyrka skýrir frá því að þrír ungir vísindamenn sænskir, liafi andmælt grein Huxleys. Þeir viðurkenni að sjálfsögðu, að lífs- og heimsskoðun mannanna hljóti óhjákvæmilega að taka stakkaskiptum og færast í rétta átt. Hinu liafna þeir jafn- eindregið að það geti ekki leitt til annars en þeirrar staðhæf- ingar að enginn Guð sé til. Huxley játi það sjálfur, sem mörg- um vísindamönnum hætti þó til að láta ógetið, að „sjálf tilver- an er enn óráðin gáta“. Meðan svo er sé grunnfærnislegt að þykjast geta útilokað að hún eigi sér ,,yfirnáttúrlegt“ uppliaf. Ennfremur nægi þróunarkenningin alls ekki til skýringar á öllum fyrirbærum. Enn séu margar liliðar náttúrunnar ókann- aðar. Trú og vísindi séu tvö sjónarmið, sem uppfylli livort annað. Einn bendir á, að því kunnari sem náttúrulögmálin verði, megi segja að þau opinberi betur speki guðs og veldi. Huxley taki sér líka það bessaleyfi að skipa manninum æðsta rúm í nafni þróunarkenningarinnar. Hún geti — ef ekki kæmi ann- að til — alveg eins leitt líkur að því, að maðurinn sé svo að kalla þýðingarlaust fyrirhrigði. Risholni skurðlæknir telur kristindómnum það m. a. til gildis, að hann hafi varpað skærara Ijósi á mannlega þján- ing og hafið liana í meira gildi en nokkur önnur lífsskoðun. Höfuðniðurstaða þessara manna er sú, að þótt kjarni trú- arbragðanna standi óhaggaður, verði kirkjan að gæta þess að tileinka sér aukna þekkingu á öllum tímum og ekki sízt á vor- um dögum. Hún má ekki verða dragbítur á þekkingarleit ntannanna, eins og sumum þjónum liennar liafi liætt til á öllum tímum, livað þá eins og steinrunnin sakir ákveðinna forms- og játningarfjötra. Þessi skilningur er líka, sem betur fer, víðast livar lifandi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.