Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 78

Kirkjuritið - 01.07.1963, Side 78
Aðalfundur Prestafélags íslands 1963 Hann var haldinn að lokinni prestastefnunni á Hólum. Formaður félagsins, séra Jakob Jónsson, setti fundinn og stjórnaSi lionum. Ritarinn, séra Jón Þorvarðarson, færði fund- argerð. Formaður flutti skýrslu um störf stjórnarinnar á síðastliðnu ári. Rakti hann einkum ítarlega gang launamálanna og skýrði frá þeim árangri, sem náðst liefði og benti á nokkur atriði, sem af honum ldytu að leiða. Minnti og á að ólokið væri að semja um embættiskostnaðinn, en mundi gert í náinni fram- tíð. Formaður lagði til að Codex ethicus prestanna væri endur- skoðaður og féllst fundurinn á það, og var ákveðið að breyting- artillögur þar að lútandi yrðn sendar öllum prestum til at- hugunar. Ennfremur stakk formaður upp á því nýmæli að stofnað yrði til viðræðufunda áhugamanna um stórmál þau, sem lieims- þing lúterskra manna í Helsinki fjallaði einkum um. Þá 1 as formaður upp endurskoðaða reikninga félagsins, sem voru síðan einróma samþykktir. Séra Gunnar Árnason Iiafði framsögu um útgáfu Kirkjurits- ins og skýrði m. a. frá fjárliagsörðugleikum þess. Einnig við- ræðum, sem fram höfðu farið á milli Kirkjuráðs og stjórnar Prestafélagsins um útgáfu ritsins, er nýtur árlega styrks úr Prestakallasjóði. Miklar umræður urðu um þetta mál, en að þeim loknum var eftirfarandi tillaga Prestafélagsstjórnarinnar borin upp og sam- Jiykkt með öllum atkvæðum gegn einu: Aðalfundur Preslafélags Islands 1963 telur nauðsyn til bera, að félagið haldi áfram útgáfu ICirkjuritsins með svipuðu móti og verið hefur. Og um leið og fundurinn þakkar góðan stuðn- ing Kirkjuráðs við útgáfuna á liðnum árum treystir hann þvi, að það auki liann í samræmi við síhækkandi útgáfukostnað. Endurkjörnir í stjórn voru þeir séra Jón Þorvarðarson og séra Sigurjón Þ. Árnason. Aðrir í stjórn eru: séra Jakob Jóns- son, form., séra Sigurjón Guðjónsson og séra Gunnar Árnason. Endurskoðendur voru og endurkosnir: séra Óskar J. Þor- láksson og séra Jón Skagan.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.