Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 86

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 86
Reykhólakirkja vígð Sunnudaginn 8. september s. 1. vígði biskupinu liina nýju kirkju að Reykhólum á Barðaströnd. Mikið fjölmenni var, [>• á m. 10 prestar. Staðarprestur, Þórarinn Þór, prédikaði svo sem venja er. 1 fjarveru organistans, frú Ólínu Jónsdóttur, stjórnaði Jón Isleifsson, formaður Kirkjukórasambandsins, safn- aðarsöngnum. Vígður var nýr skírnarfontur, sem Ragnheiður Hákonardóttir frá Reykhólum hafði gefið. En skírnarskálin, sem er úr silfri, var gjöf barna þeirra Hákonar Magnússonar, fyrrv. bónda á Reykbólum og konu lians Arndísar Bjarnadótt- ur og barna þeirra Jónasar Sveinssonar og Kristínar Guð- mundsdóttur, sem fyrr bjuggu á Borg í Reykbólasveit. Breiðfirðingafélagið í Reykjavík gaf prédikunarstól, sem er í hörpulíki. Kaupfélag Króksfjarðar gaf málningu á kirkjuna utanverða. Kvenfélagið Liljan flosteppi á kórgólf og dregil a gang. Þá voru gefnir tveir kaleikar, patína og oblátudósir, tvennir messuskriiðar, altariskross og ljósastjakar, bikarar, Guðbrandsbiblía og 30 sálmabækur. Einnig peningagjafir, eink- um í Mæðrasjóð, sem tengdur er nafni Þóru í Skógum, móður séra Matthíasar. Er blutverk þessa sjóðs að stuðla að sem mestn skreytingu kirkjunnar. Kirkjan er teiknuð á skrifstofu búsameistara ríkisins. Sveinn Kjarval réði gerð innri búnaðar. Yfirsmiðir voru Magnus Skúlason úr Vogi á Vatnsleysuströnd og Gísli Ingimundarsou úr Saurbæ í Dalasýslu. Einar Stefánsson, rafvirkjameistarx a Reykliólum, annaðist raflagnir. Tekur kirkjan tæp 200 nxanns í sæti, ef bún er þéttsetin, og kostaöi liðlega bálfa aðra rnillj011 króna. Framkvæmdastjóri byggingarinnar var fyrst Sigurður Elíus- son, tilraunastjóri, síðar Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastjori-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.