Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 88

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 88
Þórir Stephensen: Tveggja afmæla minnst Eyþór Stefánsson. (Ávarp flutt á kaffikvöldi, sem Kirkjukór Sauðárkrókskirkju liélt liiuu 8 desember 1962 til að minnast 20 ára starfsafmælis. Einuig minnzt 50 ára Starfsafmælis Eyþórs Stefánssonar að söngmálum Sauðárkrókskirkju). Kæru samkomugestir, Kirkjukór Sauðárkrókskirkju, stjórnandi lians Ey- þór Stefánsson og aðrir þið, sem hér eruð nú á þessari afmælishátíð. Ég hef beðið um að fá að segja hér fáein orð á þessari 20 ára afmælishá- tíð kirkjukórsins okkar. Ég ætla ekki að vera ntargorður og lengja dag- skrána um of, en mér finnst ég verða að segja liér fáein orð. Það er einhver innri rödd, sem knýr mig til að fara hingað upp og færa kirkjukórnum innilegar þakkir mínar persónulega, sóknarnefndarinnar og safnaðarins i heild fyrir mjög gott starf lians fyrir kirkjuna okkar. Það vill svo til, að ég í minni aðeins átta og hálfs árs prestsþjónustu má muna tímana tvenna, hvað snertir kirkjusöng og flest sem að honunt lýtur. Ég þekki til dæmis livað það er að hafa engan kirkjukór, já, reyndar ekkert orgel heldur á einni af kirkjum mínum, aðeins forsöngvara, sein hafði gegnt því starfi að vísu með ágætum, frá því árið 1910. Ég hef líka þekkt það, að eiga það algerlega undir ástæðum organistans og söngfólks- ins, livort messu varð komið á eða eklci, og þannig mætti lengi telja marga af þeim erfiðleikum, sem prestar og söfnuðir eiga oft við að etja í dreif- hýlinu. Ég minnist þessa ekki til að vanþakka það, sem af mörkuin var lagl við erfiðar aðstæður, heldur af því að mér finnst því oft gleymt, að starfið, seni

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.