Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1971, Page 50

Kirkjuritið - 01.12.1971, Page 50
Ég held, að ég hafi aldrei orðið eins upplyftur í andanum, því ég man það, að ég hljóp syngjandi með tárvot augu fram hjá Þjóðleikhúsinu, og það, sem ég söng þá, skrifaði ég strax niður, þegar ég kom heim: Upp, sál mtn nú og hátt lát hljóma til himins lof og þakkargjörð. — Ég varð svo gagntekinn, að ég söng þennan sálm, orti hann á leið- inni heim ólgandi af fögnuði. Ég hef oft orðið ákaflega glaður og gripinn vegna kristniboðsins, en ég man aldrei til þess, að ég hafi orðið, ef ég má orða það svo, — eins frávita af gleði og þegar ég hélt á þessu leyfi í höndunum. Svo er þá lokið frásögn Bjarna Eyjólfs- sonar. Ég man það fyrst til hans, að mér þótti hann sveipaður einhverri torrœðri duþsíðar Itkur helgum manni. Enn síðar hreifst ég eins og svo marg- ur annar af innra krafti og eldmóði þess kyrrláta manns. Ég hef sungið sálma hans, hlýtt á predikun hans, lœrt af honum trú og guðfrœði. Ef til vill hefur hann þó öðru fremur vakið mig til hugsunar um kristniboð. Nú virðist heilsa hans mjög svo þrotin. Daginn eftir spjallið heima t Virki stígur hann samt í stól meistara Jóns og predikar um kristniboð. Að þvt loknu verða þeir fóstbrœður, Árni Sigurjónsson og hann, að halda suður, þvt nú er kristniboðsdagur, og haldin skal samkoma að kvöldi. Þar skal einnig predikað. G. Ól. Ól. Gísli Arnkelsson, kristniboSi, og kona hans, Katrín Guðlaugs- dóttir, veita forstöðu íslenzku kristniboðsstöðinni í Konsó. Þau eru nú að Ijúka öðru starfstíma- bili sínu á kristniboðsakrinum, samtals tíu ára starfi, og koma vœntanlega heim á nœsta vori. Islenzka stöðin í Konsó var stofnuð 1954. 48

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.