Kirkjuritið - 01.06.1972, Page 5

Kirkjuritið - 01.06.1972, Page 5
í GÁTTUM "Að liðinni máltíð lofsönginn — las sínum Föður Jesús minn." Það Var við hina fyrstu messu, og ,,sungu með hans lœrisveinar," segir þar. Síðan hafa kristnir menn sungið lofsöng við hverja messu, því Qð bcen Davíðs varð bœn þeirra: „Drottinn, opna varir mínar, svo munnur minn kunngjöri lof þitt." ^annig er þá í senn augljóst, að sálmasöngur kristinna manna á rœtur Qð rekja til þeirrar guðrcekni, sem Drottinn vor ólst við hjá þjóð sinni, en jafnframt er hann í fyrstu lofgjörð, þakkargjörð og játning trúar- 'nar- Síðar verður hann einnig þáttur í boðun fagnaðarerindisins. hetta varðar oss um. Hitt skiptir miklu minna máli, þótt skáld eða bók- ^anntafrceðingar segi, að sálmar hafi ekki skáldskapargildi, vegna þess að þeir séu tilgangslist. Það verða þeir menn að fást um við sjálfa S|9- — En hefur nokkurn tíma verið til raunveruleg list, sem ekki hatði tilgang? Og hvað vita þeir menn um trú og list og rœtur hvors tve9gja í manninum, sem hugsa þannig? Hvað vita þeir um Davíðs- Salma og önnur trúarljóð Gamla testamentisins, — hvað um Hallgrím etarsson og sálma hans, — hvað um Bach og verk hans, sem öll voru 9erð Guði einum til dýrðar, — hvað um ýmis hin helztu verk kollega hans fyrr og síðar? ^eh þetta varðar oss um: Að lofsöngur vor heyrist, þakkargjörð og |atning til vitnisburðar um Jesúm Krist. Þegar ný sálmabók kemur ram, hlýtur hún að vekja oss til íhugunar um þetta. — Hvað viljum Ver með henni? Hvernig er Guði réttilega sungið lof? Hvað skiptir þar ^stu máli? Hvort er það fegurð og snilli, söngur og tónar, — eða enn 10 sama og áður, eilíft Orð Guðs? — Menn byggja ofan á grund- V°h'nn, „gull, slifur, dýra steina, tré, hey, hálm", — en „annan 9rundvöl| getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús ^hstur." — G.ÓI.ÓI. 99

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.